Erlent

Rithöfundurinn Gore Vidal er látinn

Hinn þekkti bandaríski rithöfundur og álitsgjafi Gore Vidal er látinn 86 ára að aldri. Banamein hans var lungnabólga.

Vidal skrifaði 25 bækur á ferli sínum þar á meðal metsölubækurnar Burr og Myra Breckenridge en hann hóf rithöfundaferil sinn aðeins 19 ára gamall. Hann bauð sig tvisvar fram til setu á bandaríska þinginu en án árangurs.

Vidal var af einni þekktustu stjórnmálaætt Bandaríkjanna en afi hans var öldungardeildarþingmaður og faðir hans var ráðherra í stjórn Franklin D. Roosevelt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×