Fleiri fréttir

Óhræddur við árásarmenn

„Ef eitthvað gerist, þá veit ég nákvæmlega hvað ég á að gera,“ segir sænski skopmyndateiknarinn Lars Vilks, sem vakti reiði margra múslima árið 2007 þegar skopmynd af Múhameð spámanni birtist í sænsku dagblaði.

Nígeríukonur krefjast meiri verndar

Hundruð kvenna þustu út á götu í Abuja, höfuðborg Nigeríu, í dag til að mótmæla fjöldamorðum í borginni Jos á sunnudaginn. Konurnar voru flestar svartklæddar. Þær kröfðust þess að ríkisstjórnin verndaði konur og börn betur.

Öfgamenn tapa í Írak

Fyrstu tölur úr kosningunum í Írak um síðustu helgi sýna að Nouri al-Maliki forsætisráðherra hefur forskot í tveim shía héruðum í suðurhluta landsins. Þar var hann upp á móti harðlínu trúarflokkum með náin tengsl við Íran.

Vespurnar loksins heiðraðar

Yfir 1100 konur voru í gær sæmdar gullorðu bandaríska þingsins fyrir framlag sitt sem herflugmenn/konur í síðari heimsstyrjöldinni.

Annar skjálfti í Chile - 7,2 stig

Enn einn jarðskjálfti reið yfir í Chile í dag og mældist hann 7,2 stig á Richter kvarðanum. Enn hafa engar fregnir borist af tjóni eða mannfalli en ekki er búist við því að flóðbylgjuviðvörun verði gefin út vegna skjálftans.

Auschwitz þjófur framseldur til Póllands

Dómstóll í Svíþjóð hefur úrskurðað að framselja megi til Póllands 34 ára gamlann Svía sem er grunaður um að hafa stolið skiltinu illræmda úr Auschwitz fangabúðunum.

Til flugfélags til að fremja hryðjuverk

Tölvusérfræðingur hjá British Airways hefur verið ákærður fyrir að fyrirskipa sjálfsmorðsárásir, meðal annars árás sem hann ætlaði að gera sjálfur.

Ekki sérlega vel heppnuð ferð

Ekki er líklegt að heimsókn Joes Biden, varaforseta Bandaríkjanna til Miðausturlanda verði til þess að Ísraelar og Palestínumenn hefji friðarviðræður á nýjan leik.

Neyðarkall vegna sveltandi barna

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út neyðarkall vegna hungursneyðar í Zimbabwe. Þar búa 2,8 milljónir manna við matarskort. Það er nær þriðjungur þjóðarinnar.

Morðingi slapp út af geðdeild

Víðtæk leit fer nú fram í Danmörku af karlmanni sem sagður er hættulegur og slapp út af geðdeild í Álaborg í gær. Þar hafa geðlæknar að undanförnu metið sakhæfi mannsins sem er 28 ára en hann er talinn hafa stungið mann á sextugsaldri til bana í lok janúar.

Bruni: Hver veit hvað gerist í framtíðinni

Frönsku forsetahjónin hafa ekkert gert til að eyða sögusögnum um að hjónband þeirra standi á brauðfótum. Forsetafrúin segist ekki vita hvað gerist í framtíðinni.

Áformum Ísraela mótmælt

Ákvörðun ísraelskra yfirvalda að leyfa byggingu 1600 nýrra íbúða gyðinga í austurhluta Jerúsalem hefur víða verið mótmælt. Arababandalagið, Evrópusambandið, Bretar og Frakkar leggjast alfarið gegn fyrirhuguðum framkvæmdum. Það sama gerir Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sem heldur heim í dag eftir þriggja daga heimsókn í Ísrael og Palestínu.

Breskur Fritzl níddist á dætrum sínum

Bresk yfirvöld hafa beðið dætur manns sem níddist á þeim og nauðgaði ítrekað í meira en 25 ár afsökunar á því að hafa brugðist þeim. Í gær var birt skýrsla þar sem kom fram að röð mistaka fag- og eftirlitsaðila kom í veg fyrir upp komst um misnotkunina. Manninum sem er 57 ára gamall hefur verið líkt við Austurríkismanninn Joseph Fritzl sem hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist með henni börn.

Hringdi eftir hjálp og bað um lögreglumenn - og hermenn

Sjö ára gamall drengur náði að fela sig inni á baðherbergi á heimili sínu í suðurhluta Kaliforníu í gær á sama tíma þrír vopnaðir ræningjar hótuðu foreldrum hans. Þaðan náði hann að hringja í neyðarlínuna og óska eftir aðstoð. Drengurinn bað ekki einungis um að lögreglumenn yrðu sendir að heimilinu heldur einnig hermenn.

Fílskálfur í Ástralíu

Lítið kraftaverk átti sér stað í dýragarði í Ástralíu í gær þegar fílskálfur kom í heiminn. Dýralæknar og sérfræðingar í garðinum töldu nefnilega fullvíst að kálfurinn hefði dáið í lok meðgöngunnar. Fæðingin gekk afar illa og tók tæpa viku en allt lítur út fyrir að hann hafi verið dái meðan á atganginum stóð.

Stunginn í hálsinn með hitamæli á nýrri mynd Scorsese

Karlmaður var nýverið stunginn í hálsinn í kvikmyndahúsi í Kaliforníu þar sem hann horfði á nýjustu afurð leiksstjórans Martin Scorsese, Shutter Island. Árásarvopnið var hitamælir sem notaður er við eldamennsku. Maðurinn sem varð fyrir árásinni hafði skömmu áður beðið konu sem talaði í farsíma að tala lægra eða fara fram á gang. Í kjölfarið yfirgaf konan kvikmyndahúsið ásamt tveimur karlmönnum sem fljótlega snéru til baka og réðust á manninn og aðra kvikmyndarhúsagesti sem komu honum til hjálpar. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús en árásarmennina er enn leitað.

Þjófarnir hringdu sjálfir í lögregluna

Lögreglunni í Danmörku var næstum skemmt í nótt. Tveir seinheppnir menn brutu rúðu í húsi á Vestergade í Tønder. Því næst fóru þeir óboðnir inn í húsið. Það vildi ekki betur til en svo að annar þjófanna missti jafnvægi og skar sig á brotnu rúðunni.

Jarðskjálftinn færði til borgir

Jarðskjálftinn í Chile á dögunum var svo öflugur að hann færði borgina Conception þrjá metra í vesturátt. Hann færði einnig höfuðborgina Santiago um 27 sentimetra í vestsuðvestur.

Aflýsa flugi til að forðast sektir

Bandarísk flugfélög búast við að aflýsa mörgum flugferðum í framtíðinni til þess að sleppa við himinháar sektir sem þau geta fengið vegna seinkana.

Það er þetta með hann Jón...

Bandaríkjamenn og Bretar hafa hótað því að styðja ekki 3.75 milljarða dollara lán Alþjóðabankans til kolaorkuvers í Suður-Afríku. Upphæðin er tæpir 500 milljarðar íslenskra króna.

Stukku loks á dólginn

Vel puntaður norskur maður olli nokkrum óróa um borð í flugvél SAS frá Kaupmannahafnar til Kristjánssands í gærkvöldi.

Spilaborg í Macau í heimsmetabókina

Bandaríkjamaðurinn Bryan Berg setti nýtt heimsmet í byggingu spilaborga í Macau á dögunum. Hann bjó til eftirlíkingu af hótelbyggingum í borginni og notaði hann 218.792 spil í bygginguna sem tók hann 44 daga. Fyrir vikið verður afrekið skráð í heimsmetabók Guinnes.

Westergaard: Mikilvægt að tryggja öryggi sænsks Múhameðs teiknara

Kurt Westergaard, danski skopmyndateiknarinn sem átti eina af hinum umdeildu teikningum af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum fyrir nokkrum árum, segir brýnt að sænsk yfirvöld tryggi öryggi myndlistarmannsins Lars Vilks. Sjö múslimar voru handteknir í gær grunaðir um að hafa ætlað að myrða Vilks vegna myndar sem hann teiknaði af spámanninum í líki hunds.

Jihad Jane ætlaði að myrða sænskan ríkisborgara

Yfirvöld í Bandaríkjunum ákærðu í gær bandaríska konu sem gengur undir nafninu Jihad Jane fyrir að skipuleggja hryðjuverkaárásir í Evrópu og Suður-Asíu. Hún er auk þess sökuð um að hafa ætlað að myrða sænskan ríkisborgara.

Reyna að svíkja fórnarlömb Bernie Madoffs

Það á ekki af fórnarlömbum fjárglæframannsins alræmda Bernie Madoff að ganga. Vefsíða lofar þeim endurgreiðslu hluta fjárins sem Madoff sveik af þeim en tilgangur síðunnar er hins vegar ekki göfugur.

Sarkozy og Bruni að skilja?

Sápuóperan í kringum Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta heldur áfram því fregnir herma að hjónband hans og Cörlu Bruni standi á brauðfótum. Þau eru bæði sögð eigi í ástarsamböndum utan hjónbandsins.

Reyndi að kúga Letterman

Robert Joel Halderman, sjónvarpsframleiðandi, hefur viðurkennt að hafa reynt að kúga fé út úr spjallþáttastjórnandanum David Letterman.

Starfsmaður skaut tvo í háskóla í Ohio

Starfsmaður ríkisháskólans í Ohio í Bandaríkjunum skaut á tvo samstarfsmenn sína í gær með þeim afleiðingum að annar þeirra lést og hinn hlaut lífshættulega áverka. Því næst framdi árásarmaðurinn, sem var 51 árs, sjálfsmorð.

Biden bjartsýnn á viðræður

Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í gær að nú væri komið tækifæri fyrir Ísraela og Palestínumenn að semja um frið. Hann hafði þó ekki fyrr sleppt orðinu en ísraelsk stjórnvöld samþykktu að reistar verði 500 íbúðir í Austur-Jerúsalem, þvert ofan í andstöðu Palestínumanna.

Lík fyrrverandi forseta fundið

Líkið af Tassos Papa-dopoulos, fyrrverandi forseta Kýpur, fannst á mánudag í grunnri gröf í kirkjugarði í úthverfi höfuðborgarinnar Nikosíu.

Gert að hætta að framleiða HM lukkudýrið

Kínverskri verksmiðju hefur verið fyrirskipað að hætta framleiðslu á opinberu lukkudýri HM í fótbolta vegna lélegra vinnuskilyrða í verksmiðjunni. Þetta hefur Reuters eftir fulltrúum FIFA.

Komnir í hár saman

Karlkyns hárgreiðslumenn á Gaza ströndinni hafa leitað til mannréttindasamtaka eftir að Hamas hreyfingin bannaði þeim að greiða og skera hár kvenna.

Eins og Spánverjar á svelli

Íbúar í Barcelóna vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar þeir komu út í morgun. Borgin var alhvít eftir mestu snjókomu í aldarfjórðung.

Danskir húseigendur á hausnum

Að minnsta kosti 150 þúsund danskir húseigendur eru tæknilega gjaldþrota á þann hátt að þeir skulda meira í húsum sínum en fæst fyrir þau. Hljómar kunnuglega.

Tóbaksrisi vísar til Íslands

Tóbaksrisinn Philip Morris hefur höfðað mál gegn norska ríkinu vegna þess að þar var um síðustu áramót bannað að hafa tóbaksvörur sýnilegar í verslunum.

Óþarfa aflimanir í stórum stíl

Sænskur skurðlæknir sem er nýkominn heim frá Haítí segir að heilbrigðishjálp sem veitt var eftir jarðskjálftann mikla hafi verið stórgölluð.

Sjá næstu 50 fréttir