Erlent

Neitaði að fara aftur til Afganistans

Óli Tynes skrifar
Breskir hermenn í Afganistan.
Breskir hermenn í Afganistan.

Breskur hermaður hefur verið dæmdur í níu mánaða fangavist í herfangelsi fyrir að neita að fara aftur til Afganaistans.

Joe Glenton undirforingi hefur þegar gegnt herþjónustu í Afganistan í sjö mánuði. Eftir að hann kom úr þeim leiðangri hóf hann að tala gegn þáttöku Breta í stríðinu.

Hann neitaði svo að snúa aftur þegar herflokkur hans var sendur öðru sinni til landsins.

Glenton segist hafa skammast sín þegar hann sneri heim frá Afganistan. -Ég gat ekki séð hvað við höfðum uppúr því að vera þarna.

-Mér fannst ég hafa verið blekktur. Og ég veit að svo er um marga félaga mína sem nú gegna herþjónustu.

-Það er óánægja meðal mannanna og það er mikið áhyggjuefni fyrir herinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×