Erlent

Sarkozy og Bruni að skilja?

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sést ér með fyrirsætunni og söngkonunni Cörlu Bruni. Þau giftu sig í nóvember 2007.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti sést ér með fyrirsætunni og söngkonunni Cörlu Bruni. Þau giftu sig í nóvember 2007. Mynd/AFP
Sápuóperan í kringum Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta heldur áfram því fregnir herma að hjónband hans og Cörlu Bruni standi á brauðfótum. Þau eru bæði sögð eiga í ástarsamböndum utan hjónbandsins.

Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki að undanförnu um erfiðleika í hjónabandi forsetahjónanna en síðustu daga hafa franskir fjölmiðlar greint frá því að bæði eigi þau í ástarsamböndum. Bruni er sögð flutt inn til Benjamin Biolay sem er tónlistarmaður og vinur hennar til margra ára. Þá er forsetinn sagður hafa haldið fram hjá eiginkonu sinni með Chantal Jouanno sem er umhverfisráðherra í ríkisstjórn hans.

Sagan segir að bæði Sarkozy og Bruni hafi ítrekað orðið uppvís að framhjáhaldi í fyrri samböndum. Sarkozy er þrígiftur. Hann skildi við aðra eiginkonu sína eftir ellefu ára brokkgegnt hjónaband í október 2007 og giftist Bruni mánuði síðar. Sjálf hefur Bruni átt í ástarsamböndum við fjölda frægra manna eins og Eric Clapton, Mick Jagger, Donald Trump og Laurent Fabius fyrrverandi forsætisráðherra. Talsmaður forsetans vildi ekkert tjá sig um málið þegar fjölmiðlar leituðu eftir viðbrögðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×