Breska veðurstofan fór yfir nýlegar rannsóknir: Áhrif manna á hlýnun jarðar æ skýrari 10. mars 2010 04:00 Barn í Sómalíu nær í vatn á brúsa úr pollum sem mynduðust eftir að regnskúr gerði. nordicphotos/AFP Breska veðurstofan segir sterkari vísbendingar komnar fram um áhrif manna á loftslagsbreytingar heldur en þegar síðasta loftslagsskýrsla Sþ var gefin út. Í síðustu viku birtu John Stott og félagar hans hjá bresku veður-stofunni grein í vísindatímariti þar sem þeir leggja mat á rannsóknir, sem gerðar hafa verið á síðustu árum og birtar eftir að skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna kom út árið 2007. „Það sem þessi rannsókn sýnir er að vísbendingar hafa styrkst um mannleg áhrif á loftslag jarðar,“ er haft eftir Stott á fréttasíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrar efasemdir hafa gert vart við sig síðustu mánuði um áreiðanleika loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fræðimenn veðurstofunnar bresku fóru yfir rannsóknir vísindamanna á margvíslegum veðurfarsbreytingum sem orðið hafa, svo sem hlýnun bæði loftslags og sjávar, breytingar á úrkomumynstri víðs vegar um jörðina, breytingar á seltu sjávar og sumarbráðnun íss á Norður-skautinu. Spurt var hvort rekja mætti þessar breytingar til náttúrulegra orsaka, svo sem eldgosa eða áhrifa frá sólu. Ef náttúrulegar orsakir fundust ekki, þá var spurt hvort vísbendingar væru um að starfsemi manna væri um að kenna. „Vísindin leiða í ljós að breytingar á heimsvísu eru stöðugar og bera þess greinileg merki að útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum á þar hlut að máli,“ er haft eftir Stott á vefsíðu bresku veðurstofunnar, þar sem niðurstöðurnar eru kynntar. Stott segir þó erfiðara en áður var talið að sýna fram á tengsl almennra loftslagsbreytinga við einstaka öfgar í veðurfari, svo sem flóð, þurrka og fárviðri. - gb Loftslagsmál Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Breska veðurstofan segir sterkari vísbendingar komnar fram um áhrif manna á loftslagsbreytingar heldur en þegar síðasta loftslagsskýrsla Sþ var gefin út. Í síðustu viku birtu John Stott og félagar hans hjá bresku veður-stofunni grein í vísindatímariti þar sem þeir leggja mat á rannsóknir, sem gerðar hafa verið á síðustu árum og birtar eftir að skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna kom út árið 2007. „Það sem þessi rannsókn sýnir er að vísbendingar hafa styrkst um mannleg áhrif á loftslag jarðar,“ er haft eftir Stott á fréttasíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrar efasemdir hafa gert vart við sig síðustu mánuði um áreiðanleika loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fræðimenn veðurstofunnar bresku fóru yfir rannsóknir vísindamanna á margvíslegum veðurfarsbreytingum sem orðið hafa, svo sem hlýnun bæði loftslags og sjávar, breytingar á úrkomumynstri víðs vegar um jörðina, breytingar á seltu sjávar og sumarbráðnun íss á Norður-skautinu. Spurt var hvort rekja mætti þessar breytingar til náttúrulegra orsaka, svo sem eldgosa eða áhrifa frá sólu. Ef náttúrulegar orsakir fundust ekki, þá var spurt hvort vísbendingar væru um að starfsemi manna væri um að kenna. „Vísindin leiða í ljós að breytingar á heimsvísu eru stöðugar og bera þess greinileg merki að útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum á þar hlut að máli,“ er haft eftir Stott á vefsíðu bresku veðurstofunnar, þar sem niðurstöðurnar eru kynntar. Stott segir þó erfiðara en áður var talið að sýna fram á tengsl almennra loftslagsbreytinga við einstaka öfgar í veðurfari, svo sem flóð, þurrka og fárviðri. - gb
Loftslagsmál Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira