Breska veðurstofan fór yfir nýlegar rannsóknir: Áhrif manna á hlýnun jarðar æ skýrari 10. mars 2010 04:00 Barn í Sómalíu nær í vatn á brúsa úr pollum sem mynduðust eftir að regnskúr gerði. nordicphotos/AFP Breska veðurstofan segir sterkari vísbendingar komnar fram um áhrif manna á loftslagsbreytingar heldur en þegar síðasta loftslagsskýrsla Sþ var gefin út. Í síðustu viku birtu John Stott og félagar hans hjá bresku veður-stofunni grein í vísindatímariti þar sem þeir leggja mat á rannsóknir, sem gerðar hafa verið á síðustu árum og birtar eftir að skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna kom út árið 2007. „Það sem þessi rannsókn sýnir er að vísbendingar hafa styrkst um mannleg áhrif á loftslag jarðar,“ er haft eftir Stott á fréttasíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrar efasemdir hafa gert vart við sig síðustu mánuði um áreiðanleika loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fræðimenn veðurstofunnar bresku fóru yfir rannsóknir vísindamanna á margvíslegum veðurfarsbreytingum sem orðið hafa, svo sem hlýnun bæði loftslags og sjávar, breytingar á úrkomumynstri víðs vegar um jörðina, breytingar á seltu sjávar og sumarbráðnun íss á Norður-skautinu. Spurt var hvort rekja mætti þessar breytingar til náttúrulegra orsaka, svo sem eldgosa eða áhrifa frá sólu. Ef náttúrulegar orsakir fundust ekki, þá var spurt hvort vísbendingar væru um að starfsemi manna væri um að kenna. „Vísindin leiða í ljós að breytingar á heimsvísu eru stöðugar og bera þess greinileg merki að útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum á þar hlut að máli,“ er haft eftir Stott á vefsíðu bresku veðurstofunnar, þar sem niðurstöðurnar eru kynntar. Stott segir þó erfiðara en áður var talið að sýna fram á tengsl almennra loftslagsbreytinga við einstaka öfgar í veðurfari, svo sem flóð, þurrka og fárviðri. - gb Loftslagsmál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
Breska veðurstofan segir sterkari vísbendingar komnar fram um áhrif manna á loftslagsbreytingar heldur en þegar síðasta loftslagsskýrsla Sþ var gefin út. Í síðustu viku birtu John Stott og félagar hans hjá bresku veður-stofunni grein í vísindatímariti þar sem þeir leggja mat á rannsóknir, sem gerðar hafa verið á síðustu árum og birtar eftir að skýrsla loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna kom út árið 2007. „Það sem þessi rannsókn sýnir er að vísbendingar hafa styrkst um mannleg áhrif á loftslag jarðar,“ er haft eftir Stott á fréttasíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkrar efasemdir hafa gert vart við sig síðustu mánuði um áreiðanleika loftslagsskýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fræðimenn veðurstofunnar bresku fóru yfir rannsóknir vísindamanna á margvíslegum veðurfarsbreytingum sem orðið hafa, svo sem hlýnun bæði loftslags og sjávar, breytingar á úrkomumynstri víðs vegar um jörðina, breytingar á seltu sjávar og sumarbráðnun íss á Norður-skautinu. Spurt var hvort rekja mætti þessar breytingar til náttúrulegra orsaka, svo sem eldgosa eða áhrifa frá sólu. Ef náttúrulegar orsakir fundust ekki, þá var spurt hvort vísbendingar væru um að starfsemi manna væri um að kenna. „Vísindin leiða í ljós að breytingar á heimsvísu eru stöðugar og bera þess greinileg merki að útblástur gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum á þar hlut að máli,“ er haft eftir Stott á vefsíðu bresku veðurstofunnar, þar sem niðurstöðurnar eru kynntar. Stott segir þó erfiðara en áður var talið að sýna fram á tengsl almennra loftslagsbreytinga við einstaka öfgar í veðurfari, svo sem flóð, þurrka og fárviðri. - gb
Loftslagsmál Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira