Erlent

Nígeríukonur krefjast meiri verndar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Konurnar krefjast meiri verndar. Mynd/ AFP.
Konurnar krefjast meiri verndar. Mynd/ AFP.
Hundruð kvenna þustu út á götu í Abuja, höfuðborg Nigeríu, í dag til að mótmæla fjöldamorðum í borginni Jos á sunnudaginn. Konurnar voru flestar svartklæddar. Þær kröfðust þess að ríkisstjórnin verndaði konur og börn betur.

Að minnsta kosti 109 manns voru drepnir í þjóðarmorðum nærri Jos á sunnudaginn. Talið er að margir hinna látnu séu konur og börn. Eftirlifendur sögðu við fréttastofu BBC að þeir hafi séð ástvini sína bútaða niður með sveðjum og líkama þeirra brennda.

Vitni og yfirvöld í Nígeríu segja að árásarmennirnir séu úr hópi Fulani múslima. Flestir sem létust voru hins vegar kristnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×