Fleiri fréttir

Líkamsleifar fyrrum forseta Kýpur fundnar

Talið er að líkamsleifar sem lögreglan á Kýpur fann í grafreit í Nícosíu á sunnudag séu af Tassos Papadopoulos, fyrrverandi forseta landsins, sem var rænt í desember á síðasta ári. Ekki er vitað hvað ræningjunum gekk til en málið vakti hörð viðbrögð meðal almennings á Kýpur.

Kemst á skrið í þessum mánuði

Öreindahraðall kjarneindarannsóknarstöðvarinnar CERN í Sviss verður kominn á fullt skrið síðar í þessum mánuði og búist er við mikilvægum vísindalegum nýjungum á árinu.

Blóðug átök þjóðernishópa

Svo virðist sem árás á kristna menn í þremur þorpum í Jos-héraði í Nígeríu hafi verið hefndaraðgerðir vegna árásar á múslima í sama héraði fyrir nokkrum vikum.

Nori al-Maliki er spáð sigri

Nouri al-Maliki, forsætis-ráðherra Íraks, og flokki súnní-múslima er spáð kosningasigri í Írak. Nokkrir dagar eru reyndar þangað til úrslit kosninganna á sunnudag verða birt, en spárnar byggja á mati talsmanna íraskra stjórnmálaflokka, sem hafa fengið að fylgjast með talningunni.

Hélt að byssan væri Nintendo-fjarstýring

Þriggja ára gömul stúlka lést á sjúkrahúsi í Nashville í Bandaríkjunum í gær af skotsári sem hún hlaut á heimili sínu í fyrrakvöld. Móðir stúlkunnar fullyrðir að dóttir sín hafi haldið að hlaðin skammbyssa væri fjarstýring fyrir Nintendo Wii leikjatölvu. Skot hljóp úr byssunni og hafnaði í maga stúlkunnar sem dró hana síðar til dauða.

Facebook morðingi dæmdur í 35 ára fangelsi

Dæmdur nauðgari í Bretlandi sem þóttist vera unglingur og ginnti þannig til sín unga stúlku á Facebook samskiptasíðunni hefur verið dæmdur í 35 ára langt fangelsi fyrir að nauðga stúlkunni og myrða hana.

Vilja ekki Lada bifreiðar

Danir eru hættir að vilja Lada bifreiðar. Í tvö ár hefur ekki verið skráð ein ný Lada í Danmörku. Umboðsaðili bílanna í Kolding, Nic Christiansen, hefur því ákveðið að hætta innflutningi þeirra, segir danska blaðið Politiken.

Hundruð þúsunda mótmæla í Bandaríkjunum

Fjölmennustu skipulögðu mótmæli bandarískra námsmanna um margra ára skeið voru haldin fyrir helgi. Þá mótmæltu hundruð þúsunda námsmanna og kennara víða í Bandaríkjunum, niðurskurði í opinbera skólakerfinu. Mótmælt var í yfir þrjátíu fylkjum Bandaríkjanna.

Verstu tíu löndin fyrir konur að búa í

Alþjóðasamtökin Care hafa tekið saman lista yfir þau 10 lönd sem verst er fyrir konur að búa í. Það kemur varla á óvart að Afganistan er efst á þeim lista.

Hlakka til heimferðar frá Írak

Æðsti hershöfðingi Bandaríkjanna í Írak segir að með þingkosningunum þar í landi um helgina hafi verið stigið stórt skref í brottflutningi bandarískra hermanna frá Írak.

Danir á hálum ís

Lögreglan á Jótlandi hefur gefist upp við að telja umferðaróhöppin á þjóðvegi E20 til Esbjerg sem orðið hafa í dag.

Þrír flóttamenn stukku framaf húsi

Þrír flóttamenn frá Kosovo létu lífið í Glasgow í gær eftir fall af svölum fimmtán hæða íbúðarhúss. Þetta voru tveir karlmenn og ein kona.

Harður jarðskjálfti í Tyrklandi

Á sjötta tug eru látnir og fjölmargir slasaðir eftir að jarðskjálfti að stærðinni sex á Richter reið yfir í Tyrklandi í nótt. Búist er við að tala látinna fari hækkandi. Fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans Recep Tayyip Erdoga að skjálftinn átti upptök sín í Elazig héraði sem er í austurhluta landsins. Öflugir eftirskjálftar hafa orðið undanfarnar klukkustundir.

Morðingi James litla var með barnaklám

Ástæðan fyrir því að Jon Venables, annar þeirra sem myrti James litla Bulger, árið 1993 var handtekinn í lok febrúar þegar hann braut skilorð voru ásakanir um vörslu barnakláms. Breskir fjölmiðlar greindu frá þessu í gær en yfirvöld hafa ekki viljað staðfesta af hverju Venables var handtekinn.

Skipulagði morð á tveimur börnum

Þrjátíu og tveggja ára gamall bandarískur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa skipulagt morð á tveimur börnum sem er hann talinn hafa misnotað kynferðislega. Maðurinn sem hefur að undanförnu setið í varðhaldi í Chicago bauð öðrum manni tæplega 15 þúsund dollara, eða tæpar tvær milljónir króna, fyrir að drepa börnin og foreldra þeirra.

Ræningjarnir ófundnir

Þýska lögreglan hefur enn ekki haft hendur í hári fjögurra manna sem réðust inn á hótel í Berlín á laugardag og rændu vinningsfé á pókermóti sem haldið var á hótelinu. Talið er að ræningjarnir hafi ekki komist á brott með allt vinningsféð en skipuleggjendur mótsins fullyrða að mennirnir hafi stolið 250 þúsund evrum eða tæplega 44 milljónum króna.

Varð fyrir jeppa á hraðbraut

Sex ára gömul stúlka lést þegar hún varð fyrir jeppa á miðri hraðbraut nálægt borginni Minneapolis í Bandaríkjunum í gær. Hún hafði verið týnd í rúma klukkustund en ekki er vitað hvernig hún komst inn á hraðbrautina en meðfram henni er öryggisgirðing sem á að varna fólki frá því að komast inn á brautina. Lögregla fer með rannsókn málsins og kannar meðal annars hvernig stúlkan komst af leikvelli í grennd við hraðbrautina.

Fjörutíu létu lífið í Írak

Að minnsta kosti 40 létu lífið í árásum í Írak í tengslum við þingkosningarnar þar í landi í gær. Hryðjuverkasamtökin al-Kaída hótuðu árásum í aðdraganda kosninganna og lýstu yfir útgöngubanni í gær þegar þau vöruðu alla þá sem ætluðu fara út til að kjósa að þeir yrðu berskjaldaðir gagnvart reiði Allah. Þrátt fyrir það segja yfirvöld að kjörsókn hafi verið yfir 50% en 19 milljónir Íraka voru á kjörskrá.

Bigelow besti leikstjórinn fyrst kvenna

Spennumyndin The Hurt Locker kom, sá og sigraði þegar Óskarsverðlaunin voru afhend í 82. sinn í Hollywood, í nótt. Myndin vann til sex verðlauna, þar á meðal sem besta myndin og fyrir bestu leikstjórn.

Þingkosningar í skugga hryðjuverka

Þingkosningarnar í Írak fara fram í skugga hryðjuverkaárása, en að minnsta 30 hafa látið lífið og á sjötta tug manna særst í sprengjuárásum í Írak í morgun eftir að kjörstaðir opnuðu.

Um 140 milljarðar króna í mútur

Spilling er enn útbreidd í Grikklandi, þrátt fyrir nærri þriggja áratuga aðild þess að Evrópu­sambandinu. Samtökin Transparency International, sem fylgjast með spillingu í ríkjum heims, halda því fram að almenningur í Grikklandi hafi árið 2009 greitt nærri 800 milljónir evra í mútur, eða hátt í 140 milljarða íslenskra króna.

Sjóræningjar taka norskt olíuskip

Sjóræningjar náðu í dag valdi á norsku olíuflutningaskipi undan strönd Madagaskar og er því nú siglt í átt að Sómalíu. Skipið heitir UBT Ocean og var það á leiðinni frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Tanzaníu að því er talsmaður Brovigtank skipafélagsins segir í samtali við Reuters fréttastofuna.

Prinsessa í einelti

Aiko prinsessa í Japan hefur misst úr nokkra daga í skóla vegna eineltis, að sögn japönsku hirðarinnar. Prinsessan er átta ára gömul.

Íslendingur grunaður um morð í Danmörku

Tuttugu og þriggja ára gamall íslenskur karlmaður situr í gæsluvarðhaldi í Danmörku grunaður um morð á 41 árs gamalli konu. Konan var skotin til bana við hús sitt í Lunde nálægt bænum Horsens í Danmörku á þriðjudaginn.

Tyrkir æfir vegna atkvæðagreiðslu í Bandaríkjunum

Tyrkir eru æfir af reiði yfir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur ákveðið að ganga til atkvæðagreiðslu um hvort fjöldamorð Tyrkja á Armenum árið 1915 skuli skilgreint sem þjóðarmorð.

Gerir grein fyrir stuðningi sínum við Íraksstríðið

Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, mun í dag bera vitni vegna rannsóknar á aðdraganda á þætti Breta í innrásinni í Írak árið 2003. Vitni hafa þegar sagt að Brown hafi átt stóran þátt í ákvörðuninni. Sjálfur sagði Brown að ástæða þess að hann hafi stutt innrásina hefði ekki verið grunur um að Írakar byggju yfir efnavopnum. Ástæðan hafi frekar verið sú að Írak hafi hunsað samþykktir Sameinuðu þjóðanna.

Skotið á tvo lögreglumenn nærri Pentagon

Skotið var á tvo lögreglumenn á neðanjarðarlestarstöð, nærri varnarmálaráðuneytinu í Pentagon. Lögreglumennirnir særðust í árásinni, en ekki er greint frá hversu alvarlega. Árásarmaðurinn, sem er karlmaður á fertugsaldri, særðist einnig i árásinni.

Fjöldi skipa festist í Eystrasalti

Um 50 skip hafa setið föst í ís í Eystrasalti frá því í gær. Fjögur skip hafa losnað með hjálp ísbrjóta. Sum þessara skipa sigldu í strand milli Stokkhólms og Álandseyja en önnur eru föst norðar, í Helsingjabotni.

Vill atkvæðagreiðslu án tafar

Barack Obama Bandaríkjaforseti berst enn við að koma endanlegri mynd á heilbrigðisfrumvarpið, sem á að tryggja nánast öllum Bandaríkjamönnum sjúkra- og slysatryggingar.

Herinn í Chile hjálpar loks til

Herinn í Chile er nú kominn á fulla ferð í björgunarstörf eftir að hafa varið fyrstu dögunum eftir jarðskjálftann í að stöðva gripdeildir og sjá til þess að friður ríki í borgum og bæjum jarðskjálftasvæðisins.

Svona á ekki að gera þetta

Framkvæmdastjóri NATO segir að aðgerðir bandalagsins í Afganistan geti þjónað sem módel fyrir hvernig á að bregðast við svipuðum átökum í framtíðinn.

Góða ferð.........öll

Könnun sem breska fyrirtækið Rentokil gerði í breskum járnbrautarlestum hefur leitt í ljós að farþegar sem ferðast með þeim eru mun fleiri en vitað var um.

Krakkar stjórna flugumferð -upptaka

Flugumferðarstjóra á Kennedy flugvelli hefur verið vikið tímabundið úr starfi og rannsókn fyrirskipuð á því að hann leyfði börnum sínum að taka þátt í umferðarstjórninni.

Telpan var ekki Madeleine

Lögreglan á Nýja Sjálandi hefur sannreynt að lítil telpa sem sást á öryggismyndavél í stórmarkaði þar í landi var ekki Madeleine McCann.

Neitar að upplýsa um ástæður þess að Venables var handtekinn

Jack Straw, dómsmálaráðherra Breta, segir að það þjóni ekki hagsmunum almennings að upplýst verði hvers vegna barnamorðinginn Jon Venables var handtekinn í fyrradag. Innanríkisráðherra Breta telur hins vegar að almenningur eigi rétt á að vita það.

Flaug Boeing 737 próflaus í 13 ár

Svíi á fimmtugsaldri var handtekinn á þriðjudaginn þegar að upp komst að hann hafði flogið Boeing 737 flugvélum á fölsku flugskirteini í þrettán ár.

Sjá næstu 50 fréttir