Erlent

Konur ákærðar fyrir morð fari þær í ólöglegar fóstureyðingar

Gary Herbert ríkisstjóri Utah. Mynd/AP
Gary Herbert ríkisstjóri Utah. Mynd/AP
Konur sem sem fara ólöglegar í fóstureyðingu í Utah í Bandaríkjunum geta nú átt á hættu að vera kærðar fyrir morð. Gary Herbert ríkisstjóri undirritaði í byrjun vikunnar frumvarp þessa efnis.

Lögin voru sett eftir að 17 ára ólétt stúlka borgaði manni fyrir að berja sig í þeirri von um að hún myndi missa fóstrið. Lögin hafa vakið mikið umtal og telja sumir að þau geti meðal annars haft það í för með sér að konum sem missa fóstur geti verið refsað.

Fóstureyðingar eru heimilar í Utah ríki en aðeins í þeim tilvikum þar sem heilsu móður eða barns er ógnað, eða þegar kona hefur orðið ólétt í kjölfar nauðgunar. Samtök sem styðja val kvenna til að láta eyða fóstrum, fullyrða að reglur fylkisins hafi í för með sér að efnaminni konum og ungum stúlkum sé svo til ómögulegt að fara í fóstureyðingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×