Erlent

Neyðarkall vegna sveltandi barna

Óli Tynes skrifar
Hjálp.
Hjálp.

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út neyðarkall vegna hungursneyðar í Zimbabwe. Þar búa 2,8 milljónir manna við matarskort. Það er nær þriðjungur þjóðarinnar.

Efnahagur landsins er í rúst eftir áratuga stjórn Roberts Mugabes. Stór hluti þjóðarinnar dregur fram lífið á litlum matjurtagörðum sem hver fjölskylda hefur fyrir sig. Miklir þurrkar hafa valdið því að uppskeran hefur brugðist.

Rauði krossinn segir að þrjá milljarða króna vanti til þess að hægt sé að framfylgja áætlun hans um aðstoð við sveltandi fólk í landinu.

Sky fréttastofan segir frá hjálparstöð þar sem meira en sextíu börn undir fimm ára aldri mæta daglega í biðröð til þess að fá diska með maísgraut og baunum.

Þessi börn eru öll munaðarlaus. Stundum klárast peningarnir og þá er enginn matur. Þann daginn fá þau ekkert nema vatn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×