Innlent

Bruna­varnir Suður­nesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Óljóst er um upptök eldsins. 
Óljóst er um upptök eldsins.  Vilhelm

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja luku störfum rétt rúmlega eitt í nótt eftir eld sem kom upp í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ.

Einn var fluttur á sjúkrahús en varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja segir að um töluverðan eld hafi verið að ræð og að sá sem slasaðist hafi fundist í nálægð við upptök eldsvoðans. All voru fimmtán aðriri íbúar í húsinu sem náðu að komast út af sjálfsdáðum og voru þau flutt á öruggan stað skammt frá þar sem þau fengu stuðning og liðssinni frá starfsmönnum Rauða krossins.

Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan þess sem fannst inni í húsinu og segir að rannsókn á upptökum eldsins sé nú komin í hendur lögreglu.

Átt þú myndefni af veðrinu? Þú mátt senda okkur myndir eða myndbönd á ritstjorn@visir.is.


Tengdar fréttir

Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjöl­býlis­húsi

Eldur kviknaði í fjölbýlishúsi við Vatnsholt í Reykjanesbæ í kvöld. Einn var í húsinu þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang og var fluttur með sjúkrabíl til Reykavíkur. Fimmtán aðrir íbúar komust út og er búið að slökkva eldinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×