Erlent

Spilaborg í Macau í heimsmetabókina

Bryan Berg fyrir framan verkið fullgert.
Bryan Berg fyrir framan verkið fullgert. MYND/AFP

Bandaríkjamaðurinn Bryan Berg setti nýtt heimsmet í byggingu spilaborga í Macau á dögunum. Hann bjó til eftirlíkingu af hótelbyggingum í borginni og notaði hann 218.792 spil í bygginguna sem tók hann 44 daga. Fyrir vikið verður afrekið skráð í heimsmetabók Guinnes.

Eins og sjá má á myndunum eru spilaborgirnar engin smásmíði. Annar turn í Macao hefur vakið meiri athygli hér á landi síðustu misserin en fjárfestingafélagið Milestone tapaði háum fjárhæðum á því ævintýri. Sá turn varð þó ekki fyrirmynd að spilaborg Bryans heldur hótelin Venetian Macau, the Plaza og Sands of Macao.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×