Erlent

Westergaard: Mikilvægt að tryggja öryggi sænsks Múhameðs teiknara

Kurt Westergaard. Mynd/AFP
Kurt Westergaard. Mynd/AFP Mynd/AFP
Kurt Westergaard, danski skopmyndateiknarinn sem átti eina af hinum umdeildu teikningum af Múhameð spámanni í Jótlandspóstinum fyrir nokkrum árum, segir brýnt að sænsk yfirvöld tryggi öryggi myndlistarmannsins Lars Vilks. Sjö múslimar voru handteknir í gær grunaðir um að hafa ætlað að myrða Vilks vegna myndar sem hann teiknaði af spámanninum í líki hunds.

Í samtali við Berlingske Tidende segir Westergaard að danska leynilögreglan hafi staðið sig vel við að tryggja öryggi hans. Það hafi sést í byrjun janúar þegar sómalískur múslimi braust inn á heimili Westergaard og reyndi að myrða hann. Westergaard segir að nýjustu atburðir sýni skýrt að sænska lögreglan verði að gera slíkt hið sama og taki fulla ábyrgð á öryggi Wilks.

Westergaard segir það hræðilega lífsreynslu að verða fyrir árás á eigin heimili. Viðbrögðin velti þó á skapgerð fórnarlambsins. Hann segir slæmt að þurfa stanslausa vernd í heimalandi sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×