Erlent

Það er þetta með hann Jón...

Óli Tynes skrifar
Kolaorkuver í Bandaríkjunum.
Kolaorkuver í Bandaríkjunum.

Bandaríkjamenn og Bretar hafa hótað því að styðja ekki 3.75 milljarða dollara lán Alþjóðabankans til kolaorkuvers í Suður-Afríku. Upphæðin er tæpir 500 milljarðar íslenskra króna.

Ríkisstjórnir landanna bera fyrir sig mengun frá slíku orkuveri. Menn lyfta brúnum yfir þessu þar sem þær styðja báðar byggingu kolaorkuvera í eigin landi. Ein 600 slík eru þegar í Bandaríkjunum.

Suður-Afríka býr við viðvarandi orkuskort sem hefur gríðarlega neikvæð áhrif á efnahag landsins. Nýja orkuverið er sagt vera lífsnauðsynlegt til þess að bjarga því frá efnahagslegu hruni.

Suður-Afríkumenn fullyrða að við smíði versins verði notast við nýjustu tækni og það muni menga margfallt minna en eldri orkuver.

Það er auðvitað staðreynd engu að síður að kolaorkuver menga mikið. Spurningin er hvort það sé eitthvað verra í Afríku en í Bandaríkjunum og Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×