Erlent

Stunginn í hálsinn með hitamæli á nýrri mynd Scorsese

Leiksstjóri Shutter Islands, Martin Scorsese, sést hér með aðalleikaranum Leonardo Dicaprio. Mynd/AFP
Leiksstjóri Shutter Islands, Martin Scorsese, sést hér með aðalleikaranum Leonardo Dicaprio. Mynd/AFP

Karlmaður var nýverið stunginn í hálsinn í kvikmyndahúsi í Kaliforníu þar sem hann horfði á nýjustu afurð leiksstjórans Martin Scorsese, Shutter Island. Árásarvopnið var hitamælir sem notaður er við eldamennsku.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni hafði skömmu áður beðið konu sem talaði í farsíma að tala lægra eða fara fram á gang. Í kjölfarið yfirgaf konan kvikmyndahúsið ásamt tveimur karlmönnum sem fljótlega snéru til baka og réðust á manninn og aðra kvikmyndarhúsagesti sem komu honum til hjálpar. Fórnarlambið var flutt á sjúkrahús en árásarmennina er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×