Erlent

Gert að hætta að framleiða HM lukkudýrið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Zakumi er lukkudýr keppninnar. Mynd/ AFP.
Zakumi er lukkudýr keppninnar. Mynd/ AFP.
Kínverskri verksmiðju hefur verið fyrirskipað að hætta framleiðslu á opinberu lukkudýri HM í fótbolta vegna lélegra vinnuskilyrða í verksmiðjunni. Þetta hefur Reuters eftir fulltrúum FIFA.

Global Brand Group, fyrirtækið sem sér um vörumerkjastjórnun fyrir FIFA, segir að framleiðandinn þurfi að gera verulegar breytingar áður en fyrirtækið hefur framleiðslu sína að nýju.

Brúðan, sem heitir Zakumi, er grænhærður hlébarði. Hún er opinbert lukkudýr HM 2010 sem hefst 11. júní næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×