Erlent

Danskir húseigendur á hausnum

Óli Tynes skrifar
Á leið í skjaldborg?
Á leið í skjaldborg?

Að minnsta kosti 150 þúsund danskir húseigendur eru tæknilega gjaldþrota á þann hátt að þeir skulda meira í húsum sínum en fæst fyrir þau. Hljómar kunnuglega.

Margir Dananna vita þetta auðvitað nú þegar. Aðrir munu vakna upp við vondan draum þegar þeir fá nýjasta fasteignamatið í hendurnar.

Danska blaðið Jyllandsposten segir að aldrei í sögunni hafi íbúðaverð lækkað jafn mikið á milli mælinga.

Þetta gildir um allt land, en Sjálendingar var hvað verst út úr þessu. Þar hefur íbúðaverð lækkað um þriðjung.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×