Erlent

Lík fyrrverandi forseta fundið

Ekkja forsetans fyrrverandi ræddi við fjölmiðla.
nordicphotos/AFP
Ekkja forsetans fyrrverandi ræddi við fjölmiðla. nordicphotos/AFP
Líkið af Tassos Papa-dopoulos, fyrrverandi forseta Kýpur, fannst á mánudag í grunnri gröf í kirkjugarði í úthverfi höfuðborgarinnar Nikosíu.

Líkinu var stolið úr öðrum kirkjugarði þann 11. desember síðastliðinn, þegar ár var liðið frá því hann lést úr lungnakrabbameini. Rannsóknir á erfðaefni líksins staðfestu að það er af Papado-poulos. Ekki er vitað hvers vegna líkinu var stolið.

Líkið fannst eftir að nafnlaus ábending hafði borist lögreglu.

- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×