Erlent

Gæti valdið auknum útblæstri gróðurhúsalofttegunda

Evrópusambandið hefur varað við því að gloppur í tillögum í loftslagsmálum geti valdið auknum útblæstri gróðurhúsalofttegunda næsta áratuginn.

Í bráðabirgðaskýrslu frá sambandinu segir að afgangs útblástursheimildir frá falli Sovétríkjanna og slakar reglur um útblástur í landbúnaði geti gert að engu fyrirliggjandi tillögur.Þetta geti valdið því að útblástur aukist um 2,6 prósent frá því sem hann var árið 1990.

Evrópusambandið segir einnig að loforð ríkra þjóða um minnkun útblásturs gangi hvergi nærri jafn langt og mælt var með.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×