Erlent

Breskur Fritzl níddist á dætrum sínum

Bresk yfirvöld boðuðu til blaðamannafundar vegna málsins og báðu dæturnar afsökunar.
Bresk yfirvöld boðuðu til blaðamannafundar vegna málsins og báðu dæturnar afsökunar.
Bresk yfirvöld hafa beðið dætur manns sem níddist á þeim og nauðgaði ítrekað í meira en 25 ár afsökunar á því að hafa brugðist þeim. Í gær var birt skýrsla þar sem kom fram að röð mistaka fag- og eftirlitsaðila kom í veg fyrir upp komst um misnotkunina. Manninum sem er 57 ára gamall hefur verið líkt við Austurríkismanninn Joseph Fritzl sem hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist með henni börn.

Breski maðurinn eignaðist níu börn með tveimur dætrum sínum og lifðu sjö þeirra. Tvö þeirra fæddust með erfðagalla og létust skömmu eftir að þau komu í heiminn.

Þrátt fyrir grunsemdir eftirlitsaðila voru börnin aldrei tekinn af manninum. Upp komst um málið fyrir tveimur árum og var fjölskyldufaðirinn þá dæmdur í lífstíðarfangelsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×