Erlent

Morðingi slapp út af geðdeild

Víðtæk leit fer nú fram í Danmörku af karlmanni sem sagður er hættulegur og slapp út af geðdeild í Álaborg í gær. Þar hafa geðlæknar að undanförnu metið sakhæfi mannsins sem er 28 ára en hann er talinn hafa stungið mann á sextugsaldri til bana í lok janúar.

Eftir að snjó tók að leysa fannst morðvopnið loksins í gær. Yfirlögregluþjónn lögreglunnar á Jótlandi telur ekki að það sé ástæðan fyrir því maðurinn braust út af geðdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×