Erlent

Auschwitz þjófur framseldur til Póllands

Óli Tynes skrifar
Frá Auschwitz.
Frá Auschwitz.

Dómstóll í Svíþjóð hefur úrskurðað að framselja megi til Póllands 34 ára gamlann Svía sem er grunaður um að hafa stolið skiltinu illræmda úr Auschwitz fangabúðunum.

Anders Högström er fyrrverandi leiðtogi nýnazista í Svíþjóð. Hann er framseldur með því skilyrði að ef hann verði dæmdur til fangelsisvistar afpláni hann refsinguna í heimalandi sínu.

Þrír Pólverjar hafa þegar verið handteknir vegna þjófnaðarins. Skiltinu var stolið 19. desember síðastliðinn en fannst aftur nokkrum dögum síðar. Það hafði þá verið bútað niður í þrjá hluta.

Lögfræðingur Högströms segir að hann muni að öllum líkindum áfrýja úrskurði héraðsdóms þar sem hann telji sig ekki munu fá réttláta málsmeðferð í Póllandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×