Erlent

Bruni: Hver veit hvað gerist í framtíðinni

Carla Bruni. Mynd/AFP
Carla Bruni. Mynd/AFP
Frönsku forsetahjónin hafa ekkert gert til að eyða sögusögnum um að hjónband þeirra standi á brauðfótum. Forsetafrúin segist ekki vita hvað gerist í framtíðinni.

Ýmsar sögusagnir hafa verið á kreiki að undanförnu um erfiðleika í hjónabandi Nicolas Sarkozy og Cörlu Bruni en síðustu daga hafa franskir fjölmiðlar greint frá því að bæði eigi þau í ástarsamböndum utan hjónabandsins. Bruni er sögð flutt inn til gamals vinar og þá er fullyrt að forsetinn hafi haldið fram hjá eiginkonunni með ráðherra í ríkisstjórn hans.

Bruni hefur ekki viljað veita viðtöl eftir að fréttir bárust af framhjáhaldinu en í viðtali Sky sjónvarpsstöðina sem tekið var fyrir helgi líkir hún hjónabandinu við ævintýri en segir jafnframt að hún viti ekki hversu lengi það komi til með að vara. Þau geti þess dáið á morgun.

Sjálfur hefur Sarkozy ekkert tjáð sig um málið. Aftur á móti hefur ráðherrann Chantal Jouanno sem sögð er eiga í ástarsambandi við forsetann alfarið neitað þeim orðrómi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×