Erlent

Tóbaksrisi vísar til Íslands

Óli Tynes skrifar

Tóbaksrisinn Philip Morris hefur höfðað mál gegn norska ríkinu vegna þess að þar var um síðustu áramót bannað að hafa tóbaksvörur sýnilegar í verslunum.

Talsmaður fyrirtækisins segir að reynt hafi verið að ræða málið við norsk stjórnvöld en án árangurs. Því sé nú höfðað mál.

Anne Edwards segir að engar vísindalegar sannanir séu fyrir því að að það hafi heilsufarsleg áhrif að banna að hafa tóbaksvöur sýnilegar.

Hún bendir á að samskonar bann hafi verið sett á Íslandi þegar árið 2001 og ekkert bendi til þess að það hafi fengið fleira fólk til að hætta að reykja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×