Erlent

Starfsmaður skaut tvo í háskóla í Ohio

Frá vettvangi. Mynd/AP
Frá vettvangi. Mynd/AP

Starfsmaður ríkisháskólans í Ohio í Bandaríkjunum skaut á tvo samstarfsmenn sína í gær með þeim afleiðingum að annar þeirra lést og hinn hlaut lífshættulega áverka. Því næst framdi árásarmaðurinn, sem var 51 árs, sjálfsmorð.

Í október var maðurinn ráðinn til reynslu sem einn af umsjónarmönnum fasteigna við skólann, sem er einn sá fjölmennasti í Bandaríkjunum. Nýverið fékk hann lélega starfsumsögn og telur lögregla að það sé ástæðan fyrir árásinni.

Skotárásir í bandarískum háskólum hafa verið tíðar undanfarin ár. Rétt tæplega mánuður er síðan að kona sem starfaði sem aðstoðarprófessor í Alabamaháskóla gekk berserksgang og myrti þrjá samstarfsfélaga eftir að henni var tilkynnt að hún fengi ekki fastráðningu við skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×