Erlent

Annar skjálfti í Chile - 7,2 stig

Um 700 manns létust í febrúar í landinu.
Um 700 manns létust í febrúar í landinu. MYND/AP

Enn einn jarðskjálfti reið yfir í Chile í dag og mældist hann 7,2 stig á Richter kvarðanum. Enn hafa engar fregnir borist af tjóni eða mannfalli en ekki er búist við því að flóðbylgjuviðvörun verði gefin út vegna skjálftans.

Upptök skjálftans voru um 120 kílómetra vestur af höfuðborginni Santiago en í dag bjó nýkjörinn forseti landsins, Sebastian Pinera, sig undir að sverja embættiseið sinn.

Í febrúar létust um 700 manns í Chile þegar jarðskjálfti sem mældist 8,8 stig reið yfir. Fjölmargir eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×