Erlent

Komnir í hár saman

Óli Tynes skrifar
Bannað að sýna hárið.
Bannað að sýna hárið.

Karlkyns hárgreiðslumenn á Gaza ströndinni hafa leitað til mannréttindasamtaka eftir að Hamas hreyfingin bannaði þeim að greiða og skera hár kvenna.

Hamas er að reyna að berja í gegn sífellt strangari islamskar reglur á Gaza og bannið er einn liður í því. Samkvæmt islömskum siðum er konum bannað að sýna ókunnum karlmönnum hár sitt.

Hatem al-Ghoul sem vinnur á einni hárgreiðslustofunni sagði að þeir hefðu leitað til Mannréttindamiðstöðvar Palestínu til þess að reyna að þrýsta á stjórn Hamas að aflétta banninu.

Talsmaður miðstöðvarinnar sagði að þeir væru að leita skýringa á málinu hjá Hamas.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×