Erlent

Þriggja daga þjóðarsorg í Taívan

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Fjölmargir hafa dáið í flóðum sem gengu yfir Taívan, en talsvert flæddi jafnframt í Kína.
Fjölmargir hafa dáið í flóðum sem gengu yfir Taívan, en talsvert flæddi jafnframt í Kína.
Þriggja daga þjóðarsorg hófst í Taívan í gær. Flaggað er í hálfa stöng til að minnast þeirra sem létu líf sitt í fellibylnum Morakot.

160 manns hafa látist í fellibylnum en um 500 manns er enn saknað. Talið er að þeir hafi látist í flóðum og aurskriðum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins.

Fellibylurinn er sá versti sem gengið hefur yfir landið í hálfa öld.

Forseti landsins, Ma Ying-Jeou hefur heitið því að leggja ríka áherslu á uppbyggingu í kjölfar hörmunganna.

Þrátt fyrir það hefur fylgi hans dalað hratt undanfarið, en ríkisstjórn hans hefur legið undir ámæli fyrir hægagang eftir að fellibylurinn reið yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×