Erlent

Internetfíkill laminn til óbóta

Kínverjar eyða löngum stundum fyrir framan tölvuna.
Kínverjar eyða löngum stundum fyrir framan tölvuna. MYND/Getty

14 ára gamall kínverskur drengur er á gjörgæslu eftir að hafa verið barinn nær til ólífis á námskeiði sem hann var á sem ætlað var að lækna hann af Internet fíkn sinni. Frá þessu greina kínverskir miðlar í dag en stutt er síðan annar unglingur dó við svipaðar aðstæður.

Internet notkun unglinga hefur stóraukist í Kína á síðustu árum og sækja foreldrar unglinga nú í auknum mæli til alls kyns aðila sem segjast geta læknað unglingana sem hanga í tölvunni öllum stundum. Sumir þeirra virðast þó beita mjög óhefðbundnum meðölum í baráttunni við fíknina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×