Erlent

Lemúrar hafðir á matseðlinum

Lemúr, veiðiþjófar hafa veitt dýrin í gildrur og drepið með teygjubyssum.
Lemúr, veiðiþjófar hafa veitt dýrin í gildrur og drepið með teygjubyssum.

Fimmtán hafa verið handteknir á eyjunni Madagaskar grunaðir um að hafa slátrað fjölda lemúra.

Talið er að veiðiþjófarnir hafi selt dýrin á veitingastaði sem gera út á að hafa sjaldgæfar dýrategundir á matseðlinum.

Litið er á lemúradráp sem alvarlegan glæp á Madagaskar enda dýrin talin í útrýmingarhættu og friðuð.

Veiðiþjófar á eyjunni hafa nýtt sér þær brotalamir sem orðið hafa í löggæslu landsins í kjölfar valdaránsins fyrr á árinu.

Myndir, sem umhverfisverndar-samtökin Conservation International birtu af dýrum sem búið var að slátra, hafa vakið heims-athygli. Lemúrarnir höfðu annaðhvort verið veiddir í gildrur eða drepnir með teygjubyssum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×