Erlent

Fjögura unglinga leitað eftir að kveikt var í hári ferðamanns

Unglingarnir fjórir sem eru eftirlýstir af lögreglu.
Unglingarnir fjórir sem eru eftirlýstir af lögreglu.
Lögreglan í Lundúnum leitar nú fjögurra unglinga sem kveiktu af tilefnislausu í hári ferðamanns. Atvikið átti sér stað í lest.

Í öryggismyndavélum lestarinnar má sjá þegar hár konunnar stendur í ljósum logum en lestin var á leið frá Hastings til London síðasta sunnudag þegar atvikið átti sér stað.

Konan sem varð fyrir þessari óþægilegu lífslreynslu er sænsk. Hún var að ganga í gegnum lestarvagninn þegar einn úr gengi rétti út kveikjara og kveikti í hári hennar. Eldurinn var ekki lengi að ná bólfestu í lokkum ferðamannsins en konan áttaði sig þó ekki á hvað hefði gerst fyrr en nemendur hennar öskruðu upp yfir sig.

Að sögn lögreglu var konan stálheppin að hafa náð að slökkva eldinn áður en hún hlaut skaða af. „Hefði logað nokkrum sekúndum lengur í hári konunnar hefði það getað valdið henni miklum skaða," segir rannsóknarlögreglumaðurinn Gary Ancell, sem fer með rannsókn málsins.

Hann segir árásir af þessu tagi afar sjaldgæfar þegar kemur að lestarkerfinu.

Myndband af atvikinu má sjá með því að smella hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×