Erlent

Kvartar undan Ban Ki-moon

Ban Ki-Moon
Sagður skorta leiðtogahæfileika.
fréttablaðiði/AP
Ban Ki-Moon Sagður skorta leiðtogahæfileika. fréttablaðiði/AP

Mona Juul, fastafulltrúi Noregs hjá Sameinuðu þjóðunum, gagnrýnir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra þeirra, harðlega í trúnaðarbréfi til utanríkisráðuneytis Noregs.

Juul segir að Ban skorti bæði leiðtogahæfileika og persónutöfra auk þess sem hann fái hvimleið skapofsaköst.

„Nú þegar meiri þörf er fyrir Sameinuðu þjóðirnar og fjölhliða­lausnir en nokkru sinni, þá vekja Ban og Sameinuðu þjóðirnar athygli fyrir fjarveru sína,“ segir í bréfinu. Norska dagblaðið Aftenposten skýrði frá þessu og birti afrit af bréfinu. - gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×