Erlent

Skapaði lengsta ljóð í heimi með aðstoð Twitter

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Tölvur eru til margs nytsamlegar - meira að segja til að berja saman ljóð.
Tölvur eru til margs nytsamlegar - meira að segja til að berja saman ljóð. Mynd/AFP
Rúmenskur vefhönnuður heldur því nú fram að hann hafi skapað lengsta ljóð í heimi. Ljóðið samanstendur af handahófskenndum Twitter skilaboðum enskumælandi notenda og er ein 364 þúsund erindi.

Strangt til tekið gæti ljóðið orðið endalaust, svo fremi sem Twitter samfélagið gefst ekki upp.

Öll erindin ríma og sýnist sitt hverjum um gæði kveðskaparins.

Sumar ljóðlínurnar eru fullkomið rugl: „goodnight my lovely, and good luck with that!/Just hanging out with the dog and cat."

Aðrar eru alls ekki svo slæmar: „Open your heart and i'll make you smile/give her an inch and she'll take a mile."

„Mér fannst textinn stundum áhugaverður og stundum einfaldlega skrítinn. Þetta er algjörlega sjálfvirkt, svo ég leyfi þessu bara að ganga án minnar hjálpar," segir Andrei Gheorghe, hinn 22 ára gamli vefhönnuður sem á veg og vanda að verkinu, í samtali við breska blaðið Telegraph.

Hann lítur þó ekki á sig sem listamann heldur segist hann hafa búið til eins konar leikvöll sem sogar til sín sameiginlega listræna vitund Twitter notenda.

Ljóðið má lesa hér, en allt að 4200 erindi semjast sjálfkrafa á degi hverjum og gengur einfaldlega undir heitinu Lengsta ljóð í heimi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×