Erlent

Tveir í haldi grunaðir um skartgriparánið í London

Mennirnir höfðu skartgripi að andvirði átta milljarða upp úr krafsinu.
Mennirnir höfðu skartgripi að andvirði átta milljarða upp úr krafsinu. MYND/AP

Tveir hafa verið handteknir í tengslum við gimsteinaránið sem framið var í London fyrir hálfum mánuði. Það var þann 6. ágúst síðastliðinn sem stærsta skartgriparán í sögu Bretlands var framið en þjófarnir komust á brott með skartgripi að andvirði 40 milljóna punda sem jafngildir um átta og hálfum milljarði íslenskra króna.

Ránið var framið um hábjartan dag og voru mennirnir íklæddir jakkafötum og gerðu enga tilraun til að hylja andlit sín. Þeir skutu viðvörunarskotum í átt að öryggisvörðum verslunarinnar áður en þeir óku burt á BMW bifreið og hurfu út í umferðina í London.

Menn sem grunair erum um verknaðinn voru handteknir í gærkvöldi en lögregla verst allra frétta af rannsókn málsins. Einn maður var handtekinn í síðustu viku en lögregla sleppti honum að loknum yfirheyrslum. Ein milljón punda hefur verið boðin þeim sem getur gefið vísbendingar sem leiða til lausnar málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×