Erlent

Drengur handtekinn vegna háríkveikju í lest

Unglingarnir sem leitað var að.
Unglingarnir sem leitað var að.

Sextán ára drengur hefur verið handtekinn fyrir að kveikja í hári á ferðamanni i lest sem var á leið frá Hastings til London.

Árásin átti sér stað sunnudaginn 19. júlí. Lögreglan sendi frá sér mynd af fjórum ungmennum sem leitað var að vegna atviksins. Einnig var birt myndskeið af atvikinu.

Einungis nokkrum klukkustundum eftir að myndbandið og myndirnar voru birtar fékk lögreglan upplýsingar sem leiddu til handtöku sextán ára drengs. Drengurinn var leystur út gegn tryggingu en á að mæta í yfirheyrslur þann 29. september.

Fórnarlambið var sænsk kennslukona sem var ásamt hóp nemenda sinna í lestinni. Hún var að ganga í gegnum lestarvagninn þegar drengurinn bar eld að hári hennar. Hún tók ekki eftir eldinum fyrr en nemendur hennar fóru að öskra.

Mikil mildi þykir að ekki fór verr.

Myndband af atvikinu má sjá hér.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×