Erlent

Strax færð til yfirheyrslu

Nokkrir úr áhöfn týnda skipsins Arctic Sea.fréttablaðið/AP
Nokkrir úr áhöfn týnda skipsins Arctic Sea.fréttablaðið/AP

Ellefu menn úr áhöfn rússneska flutningaskipsins Arctic Sea voru samstundis færðir til yfirheyrslu eftir að áhöfnin kom til Moskvu með flugi í gær.

Enn er margt á huldu um ferðir skipsins, sem fannst út af Grænhöfðaeyjum síðastliðinn mánudag nokkrum vikum eftir að það týndist.

Átta manns eru í haldi, sakaðir um að hafa rænt skipinu. Sakborningarnir eru í hinu alræmda Lefortovo-fangelsi í Moskvu, þar sem arftakar leyniþjónustunnar KGB ráða ríkjum.

Skipstjórinn og þrír aðrir úr áhöfninni eru enn á skipinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×