Erlent

Obama-döðlur seljast langbest

Obama-Döðlur í sekkjum
Viðskiptin hafa gengið vel í þessari verslun í Kaíró.fréttablaðið/AP
Obama-Döðlur í sekkjum Viðskiptin hafa gengið vel í þessari verslun í Kaíró.fréttablaðið/AP

Í Mið-Austurlöndum þykja döðlur ómissandi fæða í hinum helga mánuði, ramadan, sem hefst í dag í flestum löndum múslima. Í ár seljast döðlur, sem kenndar eru við Barack Obama Bandaríkjaforseta, betur en aðrar döðlur. „Við höfum hrifist af Obama og þess vegna nefnum við bestu döðlurnar okkar í höfuðið á honum," segir Athif Hashim, kaupmaður í Kaíró, höfuðborg Egyptalands.

Ramadan er föstumánuður, en þá fasta múslimar frá sólarupprás til sólarlags, en borða góðan mat á kvöldin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×