Erlent

Lausn Megrahis sögð tengjast viðskiptasamningum

Megrahi var fagnað eins og þjóðhetju þegar hann kom til Líbíu.
Megrahi var fagnað eins og þjóðhetju þegar hann kom til Líbíu. Mynd/ AFP

Lausn Lockerbie sprengjumannsins Abdel Baset al Megrahi er sagt tengjast viðskiptasamningum milli Bretlands og Líbíu. Þessu heldur sonurr Gaddafi ofursta Líbíu fram.

Í öllum viðskiptasamningum milli þjóðanna, þegar verið var að semja um olíukaup, var mál Megrahi alltaf á borðinu," segir Seif al-Islam við Líbísku sjónvarpsstöðina Al Mutawassit.

Talsmaður utanríkisráðuneytis Bretland heldur því hinsvegar statt og stöðugt fram að ekki sé um neinn samning að ræða. „Allar ákvarðanir er varða mál Megrahis hafa verið teknar af skoskum yfirvöldum. Enginn samninguir hefur verið gerður milli bresku ríkisstjórnarinnar og Líbíu í málum Megrahi er varða viðskipti milli þjóðanna.

Abdelbaset Ali al-Megrahi átti aðild Lockerbie ódæðinu árið 1988 en þá fórust 270 manns um borð í þotu Pan Am flugfélagsins. Hann var dæmdur fyrir að koma fyrir sprengju um borð í flugvélinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×