Erlent

Talning hafin í Afganistan

MYND/AP

Talning atkvæða er hafin í kjölfar forsetakosninga í Afganistan sem haldnar voru í landinu í gær. Milljónir Afgana létu hótanir um ofbeldi á kjörstað ekki aftra sér frá því að mæta en þetta er í annað sinn sem Afganar ganga að kjörborðinu eftir að Talíbanar voru hraktir frá völdum í landinu.

Búist er við því að um 40 til 50 prósent Afgana hafi tekið þátt, sem er mun minni þáttaka en í fyrstu kosningunum. Talning hófst um miðjan dag í gær að Íslenskum tíma en búist er við því að fyrstu tölur verði ekki kynntar fyrr en eftir nokkra daga. 26 létust í gær í ofbeldisverkum sem tengjast kosningunum og er það mun minni fjöldi en óttast var um í fyrstu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×