Erlent

Sprenging í Bagdad setur áætlanir um brotthvarf Bandaríkjahers í uppnám

Obama gæti þurft að bíða með að kalla herinn heim.
Obama gæti þurft að bíða með að kalla herinn heim.
Fyrirætlanir Barack Obama um að kalla allt herlið Bandaríkjanna heim frá Írak á næstu tólf mánuðum, gætu verið í hættu vegna árásarinnar sem átti sér stað í Bagdad í dag þar sem um hundrað manns létu lífið. Ekki þykir skynsamlegt að herinn fari meðan þessi skálmöld ríkir.

Fyrir einungis nokkrum dögum, sagðist Obama standa við þessa ákvörðun sem tekin var stuttu eftir að hann tók við embætti forseta Bandaríkjanna. Uppreisnarhópar í Írak eru hinsvegar hvergi nærri hættir.

Margir Írakar óttast að stjórnvöld þar í landi séu ekki í stakk búin að heyja stríð við uppreisnarmenn upp á eigin spýtur. Þeir horfa til Bandaríkjamanna í þeim efnum og vilja því ekki að hersveitirnar fari.

Bandarísk öfl voru litin hornauga í Írak lengi framan af, en svo virðist sem Írakar séu að verða jákvæðari í garð Bandaríkjamanna.

Ljóst er að Hvíta húsið þarf að endurskoða Írak, og meta hvort öfgahópar muni komast til valda á ný. Vandamálin sem að Bush-stjórnin skildi eftir í Írak, og sú staðreynd að friður hefur hvergi nærri náðst í Írak, gæti veikt stöðu Obama.

Stefna hans, sem er þess efnis allar hersveitir verði farnar frá Írak í desember 2011, er þó ekki greipt í stein. Hann hefur nú þegar þurft að víkja frá eigin stefnum í nokkrum málum og nú ætti að vera réttlætanlegt að hann geri það enn einu sinni.

Talið er að uppreisnarhópar komi til með að kveikja í Kúrdum, sem hingað til hafa staðið á hliðarlínunni, og fái þá til liðs við sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×