Erlent

Að minnsta kosti 50 látnir í árásum í Bagdad

MYND/AP

Að minnsta kosti tvær stórar sprengingar skóku miðborg Bagdads í Írak í morgun með þeim afleiðingum að 50 létust í það minnsta og 300 eru særðir.

Árásirnar virðast hafa verið gerðar með sprengivörpum og brotnuðu rúður meðal annars í Íraska þinginu sem er inni á græna svæðinu svokallaða sem er öryggissvæði vestræna herliðsins í Írak.

Þá sprakk sprengja nálægt utanríkisráðuneyti landsins og er eyðileggingin gríðarleg að sögn sjónarvotta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×