Erlent

Lautarferð sem breytti Evrópu

Angela Merkel og Laszlo Solyom Kanslari Þýskalands og forseti Ungverjalands við minnismerki á landamærum Austurríkis og Ungverjalands.
fréttablaðið/AP
Angela Merkel og Laszlo Solyom Kanslari Þýskalands og forseti Ungverjalands við minnismerki á landamærum Austurríkis og Ungverjalands. fréttablaðið/AP

Í gær minntust Ungverjar þess að fyrir tuttugu árum skipulagði hópur stjórnarandstæðinga lautarferð að landamærum Austurríkis til þess að krefjast meira frelsis og aukinna samskipta við nágranna sína vestan Járntjaldsins.

Lautarferðin átti þátt í að breyta gangi sögunnar. Um tíu þúsund Ungverjar tóku þátt, en brátt bættust um 600 Austur-Þjóðverjar í hópinn staðráðnir í að nota tækifærið til að flýja yfir til Austurríkis.

Þremur mánuðum síðar féll Berlínarmúrinn.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×