Erlent

Landtökubann bak við tjöldin

Tekur saman föggur sínar eftir að Ísraelsher reif niður ólöglega byggð.nordicphotos/AFP
Tekur saman föggur sínar eftir að Ísraelsher reif niður ólöglega byggð.nordicphotos/AFP

Þótt Ísraelsstjórn hafi opinberlega neitað að verða við kröfu Bandaríkjanna um að stöðva framkvæmdir á landtökubyggðum, þá hefur hún í reynd hætt að veita slíkum framkvæmdum opinbert leyfi.

Ísraelskir embættismenn staðfesta að alþjóðlegur þrýstingur hafi orðið til þess að leyfi eru ekki lengur veitt, en í yfirlýsingu frá skrifstofu Benjamíns Netanjahú forsætisráðherra segir að ekkert samkomulag um slíkt liggi fyrir.

Á Vesturbakkanum búa um 300 þúsund ísraelskir landtökumenn, en 180 þúsund að auki í austurhluta Jerúsalemborgar. Ísrael hertók bæði Vesturbakkann og austurhluta Jerúsalem árið 1967.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×