Erlent

Blackwater fengið til að drepa Al Kaída menn

Liðsmenn Blackwater.
Liðsmenn Blackwater.

Bandaríska stórblaðið New York Times greinir frá því í dag að bandaríska málaliðafyrirtækið Blackwater hafi verið ráðið af bandarísku leyniþjónustunni CIA til þess að hafa uppi á og drepa hátt setta menn innan Al Kaída hryðjuverkasamtakanna.

Þetta hefur blaðið eftir heimildum úr bandarísku stjórnsýslunni og er sagt að aðgerðin hafi kostað margar milljónir dollara. Enginn árangur varð þó af aðgerðinni og tókst fyrirtækinu ekki að hafa uppi á einum einasta meðlimi samtakanna illræmdu. Blackwater komst í fréttirnar árið 2007 þegar starfsmenn þess voru ákærðir fyrir að drepa 17 óbreytta borgara í Bagdad.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×