Erlent

Bílaumferð eyðileggur kynlífið

Einhverjir froskar eru farnir að kvakka í hærri tíðni til að yfirgnæfa umferðarniðinn.Fréttablaðið/AP
Einhverjir froskar eru farnir að kvakka í hærri tíðni til að yfirgnæfa umferðarniðinn.Fréttablaðið/AP

Bílaumferð virðist hafa afar slæm áhrif á kynlíf trjáfroska sem búa í námunda við borgir og bæi í Ástralíu. Ný rannsókn hefur leitt í ljós að umferðarniðurinn drekkir lostafullu kvakki karlfroskana, með hörmulegum afleiðingum.

Kraftmikið kvakk er helsta vopn karlfroska í baráttunni um að ná sér í maka, en nú virðist umferðarniðurinn hafa þau áhrif að hljóðið berst til færri mögulegra maka. Því fækkar froskum jafnt og þétt.

Froskarnir virðast þó forherðast í baráttu við mannskepnuna, og hafa einhverjar tegundir tekið upp á því að kvakka í hærri tíðni til að yfirgnæfa niðinn.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×