Erlent

Um helmingur treystir Obama

Barack Obama
Barack Obama

Tæpur helmingur Bandaríkjamanna, um 49 prósent þeirra sem tóku þátt í nýrri skoðanakönnun, segist trúa því að Barack Obama Bandaríkjaforseti muni taka réttar ákvarðanir.

Könnunin var gerð á vegum dagblaðsins Washington Post og ABC-fréttastofunnar, og niðurstöður birtar í gær. Í könnun sem gerð var eftir að Obama hafði setið 100 daga í embætti sögðust sextíu prósent aðspurðra treysta ákvörðunum hans.

Um 57 prósent aðspurðra í nýju könnuninni sögðust ánægð með störf forsetans, sem er tólf prósentustigum minna en í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×