Erlent

Skotbardagar milli lögreglu og bankaræningja í Árósum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan leitar ræningjanna.
Lögreglan leitar ræningjanna.
Til skotbardaga kom milli lögregluþjóna og bankaræningja sem réðust inn í útibú Nordea bankans skammt frá Randersvej í Árósum um klukkan tíu í morgun að dönskum tíma. Lögregluhundur drapst eftir að hann varð fyrir skoti. Tveir ræningjanna eru í haldi lögreglunnar en talið er að þeir hafi verið þrír og leitar lögreglan nú þess sem enn er frjáls, meðal annars með aðstoð þyrlu. Eftir því sem fram kemur í Stiften.dk er talið að ræningjarnir séu frá Litháen.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×