Fleiri fréttir Castro spáir valdaránum Fidel Castro fyrrverandi leiðtogi Kúbu spáir því að ef Manuel Zelaya forseti Honduras fái ekki að taka aftur við embætti sínu muni hvert valdaránið af öðru verða framið í Suður-Ameríku. 11.7.2009 10:05 Þúsundir húsa gjöreyðilagðar Meira en 400 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín eftir að harður jarðskjálfti varð í suðvestanverðu Kína á fimmtudag. Hamfarirnar kostuðu einn mann lífið og hundruð manna slösuðust, þar af nokkrir tugir alvarlega. 11.7.2009 05:15 Segir efnahagshruni afstýrt Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði við lok G8-fundarins á Ítalíu í gær að líklega hefði tekist að afstýra efnahagshruni í heiminum, sem hefði haft skelfilegar afleiðingar. Enn væri þó langt í varanlegan bata. 11.7.2009 02:45 Maður stangaður til bana í Pamplona Maður lést eftir að naut stangaði hann í hinu árlega nautahlaupi í spænsku borginni Pamplona í morgun. Nautið hljóp manninn niður og hafði svo horn í síðu hans. 10.7.2009 08:48 Franskir ferðamenn verstir í heimi Þeir eru hrokafullir, þrjóskir og tala yfirleitt ekkert tungumál nema sitt eigið. Hverjum er lýst þarna? Auðvitað Fransmönnum. 10.7.2009 08:28 Útfararstjórar grófu upp lík Fjórir útfararstjórar í Chicago hafa verið ákærðir fyrir að grafa upp mörg hundruð lík í þeim tilgangi að selja grafirnar aftur. 10.7.2009 08:25 Reyndi að myrða nemanda sinn Grunnskólakennari í Mansfield á Englandi er í haldi lögreglu, grunaður um að reyna að myrða einn nemenda sinna og stórslasa annan. 10.7.2009 08:16 Stálu úr bensínsjálfsölum Tveir menn, sem brutu upp sjálfsala á nokkrum bensínstöðvum í bænum Fredericia á Jótlandi í nótt eru enn ófundnir eftir að þeir komust undan lögreglu í miklum eltingarleik um götur bæjarins en mennirnir brugðu meðal annars á það ráð að aka á lögreglubíl og skemma hann til að komast undan. 10.7.2009 08:15 Kínverjar minnast Jacksons Kínverjar hyggjast koma sér upp eftirlíkingu af búgarði Michaels Jackson heitins, Neverland, á eyju nálægt Shanghai til að heiðra minningu poppgoðsins. 10.7.2009 08:12 Bretar reiðubúnir að fækka kjarnavopnum Stjórnvöld í Bretlandi segjast reiðubúin til að fækka kjarnorkuvopnum sínum ef Norður-Kóreumenn og Íranar hætta við sínar kjarnorkuáætlanir. 10.7.2009 08:09 Breskt vikublað sagt staðið að hlerunum Breska vikublaðið News of the World, sem er í eigu ástralska fjölmiðlajöfursins Ruberts Murdochs, er sagt hafa stundað hleranir í stórum stíl. 10.7.2009 04:45 Gatt-viðræðum verði hraðað Leiðtogar átta auðugustu ríkja heims og fimm upprennandi efnahagsvelda samþykktu í gær að GATT-viðræðunum um aukið frelsi í heimsviðskiptum verði hraðað. Nú er stefnt að því að ljúka þeim á næsta ári, en upphaflega átti þeim að ljúka með samningi árið 2004. 10.7.2009 03:45 Hökkuðu sig inn í farsíma stórstjarna og stjórnmálamanna Breska blaðið The Guardian segir fjölmiðlafyrirtækið sem meðal annars gefur út æsifréttablöðin News of the World og The Sun í Bretlandi hafa hakkað sig inn í farsíma þúsundir manna, meðal þeirra séu stórstjörnur og stjórnmálamenn. 9.7.2009 12:37 Ekki sáttur með samþykktina um loftslagsmál Ekki var gengið nógu langt í loftlagssáttmála sem leiðtogar helstu iðnríkja heims samþykktu í gær. Þetta segir Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hann segir samninginn pólitískt og siðferðilega mikilvægan fyrir framtíð mannkynsins, jafnvel fyrir framtíð jarðarinnar. 9.7.2009 12:15 Iðnríkin ná samkomulagi í loftslagsmálum Fulltrúar átta stærstu iðnríkja heimsins, svokallaðra G-8 ríkja, náðu í gær samkomulagi um sameiginlegar lausnir í loftslagsmálum þegar samþykkt var að vinna að því að draga úr hlýnun jarðar þannig að hún yrði um 2 gráður á Celsius miðað við upphaf iðnbyltingarinnar og draga úr gróðurhúsaáhrifum um helming á næstu fjörtíu árum. 9.7.2009 08:45 Berst áfram gegn spillingu Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, þykir nokkuð öruggur með endurkjör eftir fyrstu talningu atkvæða úr forsetakosningum, sem haldnar voru í gær. 9.7.2009 04:15 Hu mætti ekki á leiðtogafund Hu Jintao, forseti Kína, sneri heim frá Ítalíu í gær vegna átakanna í Xinjiang-héraði. Hann mætti því ekki á leiðtogafund G8-ríkjanna, þar sem þau átök hefði væntanlega borið á góma. 9.7.2009 03:15 Demókrati aðstoðar Karzai Bandarískur demókrati, fyrrverandi kosninga-ráðgjafi Bills Clinton, starfar nú með Hamid Karzai, forseta Afganistans, og reynir að tryggja honum sigur í forsetakosningunum, sem haldnar verða í næsta mánuði. 9.7.2009 03:00 Ganga ungrar konu stöðvuð Lögreglan á Gasa stöðvaði för ungrar konu og manns, sem gengu saman á ströndinni. Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur félögum hans og urðu þeir fyrir barsmíðum af hálfu lögreglunnar. Þetta fullyrðir bæði konan og einn mannanna. 9.7.2009 02:00 Gripið verður til aðgerða gegn hlýnun jarðar Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims samþykktu í dag að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir hlýnun jarðar. Aðgerðin mun hafa áhrif á losun gróðuhúsalofttegunda um allan heim. 8.7.2009 19:48 Harðvítug mótmæli halda áfram í Kína Harðvítug mótmæli halda áfram í Kína. Forseti landsins hefur snúið heim frá Ítalíu og mun ekki sitja leiðtogafund G8 ríkjanna vegna ástandsins. 8.7.2009 14:35 Farþegi lést eftir Íslandsferð Farþegi skemmtiferðaskipsins The Marco Polo lést á mánudag er skipið var á leið til hafnar í Englandi eftir ferð um Ísland. Talið er að maðurinn, sem var á áttræðisaldri, hafi fengið hjartaáfall. 8.7.2009 11:08 Danir skammast sín fyrir þjóðerni sitt Næstum sjötti hver Dani heldur því leyndu að hann sé frá Danmörku þegar að hann ferðast erlendis. Þetta sýnir viðhorfskönnun sem gerð var fyrir danska blaðið metroXpress. Þá segist tíundi hver Dani fá neikvæð viðbrögð þegar hann segir frá því erlendis að hann sé danskur. 8.7.2009 09:50 Ákærður fyrir að stela aðgangskóða Goldman Sachs Fyrrverandi starfsmaður Goldman Sachs-fjárfestingarbankans, sem ákærður er fyrir að stela aðgangskóða að viðskiptagagnagrunni bankans, hefur verið látinn laus gegn 750.000 dollara tryggingu en réttarhöldin hefjast 3. ágúst. 8.7.2009 08:25 Dýrustu bílastæði heims í London Lundúnabúar njóta þess vafasama heiðurs að greiða hæstu bílastæðagjöld í heimi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar ástralska ráðgjafarfyrirtækisins Colliers International sem náði til allrar heimsbyggðarinnar. 8.7.2009 08:08 Tölvuglæpir aldrei fleiri en í júní Tölvuþrjótum vex nú fiskur um hrygg sem aldrei fyrr og settu þeir nýtt met í iðju sinni í júnímánuði. 8.7.2009 07:32 Glæpatvíburar í Varde loks sakhæfir Tvíburabræður á unglingsaldri í danska bænum Varde hafa haldið samfélaginu þar í heljargreipum árum saman með skemmdarverkum og annarri andfélagslegri hegðun. 8.7.2009 07:28 Kim slappur í sjónvarpsávarpi Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, var fölur og fár þegar hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í morgun í tilefni þess að 15 ár eru í dag liðin frá því að faðir hans, Kim Il-sung, sem hélt um valdataumana á undan honum, lést árið 1994. 8.7.2009 07:27 Dæmdur frá flöskunni Breti á fimmtugsaldri hefur hlotið dóm sem bannar honum að vera drukkinn á almannafæri á Englandi og í Wales næstu sjö árin, eða til ársins 2016. 8.7.2009 07:25 Óska eftir að ráða norn Ferðamannastaðurinn Wookey Hole Caves í Somerset á Englandi auglýsir nú eftir norn og býður jafnvirði rúmra 10 milljóna króna í árslaun fyrir stöðuna. 8.7.2009 07:24 Engin skýring á voðaverkunum Íbúum í smábænum Gaffney í Suður-Karólínu létti mjög þegar lögreglu tókst á mánudag að fella fjöldamorðingjann, sem hafði hrellt bæjarfélagið dögum saman með fimm morðum af handahófi. 8.7.2009 05:15 Leiðtogar hittast og ræða heimsmálin Leiðtogar G8-ríkjanna koma saman í jarðskjálftabænum L‘Aquila á Ítalíu í dag, þar sem þeir ætla að ræða heimsmálin og snæða saman næstu þrjá daga. 8.7.2009 04:00 Minningarstund um Michael í beinni Nú er rétt að hefjast minningarstund um Michael Jackson, einn dáðasta söngvara seinni tíma. Jackson var jarðsettur í Forest Lawn kirkjugarðinum í Los Angeles fyrr í dag og hófst opinber minningarathöfn að því loknu. Athöfnin er sýnd í beinni á Stöð 2 extra og hér á Vísi. 7.7.2009 17:04 Kröfu móður Jacksons hafnað Dómari í Los Angeles hafnaði í gær kröfu Katherine Jackson, móður poppsöngvarans, um að hún yrði gerð að fjárhaldsmanni í dánarbúi Jackson. Þess í stað skipaði dómarinn lögfræðinginn John Branca og tónlistarútgefandann John McClain fjárhaldsmenn dánarbúsins. Í erfðaskrá söngvarans frá árinu 2002 kemur fram sú ósk hans að Branca og McCain meðhöndli eignir hans falli hann frá. Við dómsúrskurðinn í gær kom fram að eignir dánarbúsins væru metnar á 500 milljón dollara. Það eru um 64 milljarðar króna. 7.7.2009 12:12 Mannréttindasamtök áhyggjufull vegna mótmælanna í í Xinjiang Kínversk stjórnvöld hafa sett á útgöngubann í höfuðborg Xinjiang héraðs í vesturhluta Kína, þar sem harðvítug átök hafa átt sér stað síðustu daga. Mannréttindasamtök lýsa yfir þungum áhyggjum af ástandinu. 7.7.2009 12:08 Hitlerstré veldur deilu í pólskum bæ Eikartré í bænum Jaslo í Suðaustur-Póllandi, sem á sínum tíma var gróðursett á afmælisdegi Adolfs Hitler árið 1942 honum til heiðurs, verður að öllum líkindum öxinni að bráð fái bæjarstjórinn að ráða. 7.7.2009 08:41 Leyndarskjalavörður les Vatíkaninu pistilinn Vatíkanið ætti að læra af þeim mistökum sem það gerði gagnvart Galíleó Galílei og hætta að óttast framfarir í vísindum, segir skjalavörður Vatíkansins. 7.7.2009 08:22 Raðmorðinginn í Suður-Karólínu skotinn til bana Allar líkur eru taldar á því að maður, sem lögregla í Suður-Karólínu skaut til bana í gær, sé raðmorðinginn sem leikið hefur þar lausum hala síðustu tíu daga. 7.7.2009 08:15 Enn mótmælt í Xinjiang Enn halda mótmæli og átök áfram í Xinjiang-héraðinu í vesturhluta Kína en þar hafa íslamskir úígúar átt í harðvítugum deilum við Han-Kínverja þar sem þeir fyrrnefndu telja sér mismunað í samfélaginu. 7.7.2009 07:57 Jackson lagður til hinstu hvílu Stevie Wonder, Lionel Richie og Mariah Carey verða meðal þeirra söngvara sem heiðra minningu poppgoðsins Michaels Jackson við minningarathöfn sem haldin verður um hann í dag í Staples Center í Los Angeles. 7.7.2009 07:33 Fangavörður hlaut áverka eftir árás fanga Fangavörður í Hillerød í Danmörku er á sjúkrahúsi með áverka í andliti eftir árás gæsluvarðhaldsfanga í fangelsinu þar í bænum í gærkvöldi. 7.7.2009 07:32 Öryggisráðið fordæmir tilraunir N-Kóreu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í gær eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á laugardag en þá skutu þeir allt í allt sjö skammdrægum eldflaugum út á Japanshaf. 7.7.2009 07:26 Stefnir í verkfall hjá British Airways Sumarfrí fjölmargra Breta gætu farið úr skorðum vegna yfirvofandi verkfalls starfsmanna flugfélagsins British Airways. Talin er hætta á að af því verði, eftir að starfsmennirnir greiddu nánast allir sem einn atkvæði gegn niðurskurðartillögum félagsins í gær. 7.7.2009 07:23 Viðvörun til Vesturlanda Ali Khameini, æðsti leiðtogi Írans, segir að afskipti leiðtoga Vesturlanda af stjórnmálum í Íran geti haft neikvæð áhrif á samskipti Írans við þessi lönd. 7.7.2009 05:15 Hátt á annað hundrað látnir Að minnsta kosti 156 manns biðu bana og yfir 800 særðust á sunnudag í harðvítugum átökum, sem brutust út í kjölfar mótmælasamkomu í Urumqi, höfuðborg Xinjiang-héraðs vestast í Kína. 7.7.2009 04:45 Sjá næstu 50 fréttir
Castro spáir valdaránum Fidel Castro fyrrverandi leiðtogi Kúbu spáir því að ef Manuel Zelaya forseti Honduras fái ekki að taka aftur við embætti sínu muni hvert valdaránið af öðru verða framið í Suður-Ameríku. 11.7.2009 10:05
Þúsundir húsa gjöreyðilagðar Meira en 400 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín eftir að harður jarðskjálfti varð í suðvestanverðu Kína á fimmtudag. Hamfarirnar kostuðu einn mann lífið og hundruð manna slösuðust, þar af nokkrir tugir alvarlega. 11.7.2009 05:15
Segir efnahagshruni afstýrt Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði við lok G8-fundarins á Ítalíu í gær að líklega hefði tekist að afstýra efnahagshruni í heiminum, sem hefði haft skelfilegar afleiðingar. Enn væri þó langt í varanlegan bata. 11.7.2009 02:45
Maður stangaður til bana í Pamplona Maður lést eftir að naut stangaði hann í hinu árlega nautahlaupi í spænsku borginni Pamplona í morgun. Nautið hljóp manninn niður og hafði svo horn í síðu hans. 10.7.2009 08:48
Franskir ferðamenn verstir í heimi Þeir eru hrokafullir, þrjóskir og tala yfirleitt ekkert tungumál nema sitt eigið. Hverjum er lýst þarna? Auðvitað Fransmönnum. 10.7.2009 08:28
Útfararstjórar grófu upp lík Fjórir útfararstjórar í Chicago hafa verið ákærðir fyrir að grafa upp mörg hundruð lík í þeim tilgangi að selja grafirnar aftur. 10.7.2009 08:25
Reyndi að myrða nemanda sinn Grunnskólakennari í Mansfield á Englandi er í haldi lögreglu, grunaður um að reyna að myrða einn nemenda sinna og stórslasa annan. 10.7.2009 08:16
Stálu úr bensínsjálfsölum Tveir menn, sem brutu upp sjálfsala á nokkrum bensínstöðvum í bænum Fredericia á Jótlandi í nótt eru enn ófundnir eftir að þeir komust undan lögreglu í miklum eltingarleik um götur bæjarins en mennirnir brugðu meðal annars á það ráð að aka á lögreglubíl og skemma hann til að komast undan. 10.7.2009 08:15
Kínverjar minnast Jacksons Kínverjar hyggjast koma sér upp eftirlíkingu af búgarði Michaels Jackson heitins, Neverland, á eyju nálægt Shanghai til að heiðra minningu poppgoðsins. 10.7.2009 08:12
Bretar reiðubúnir að fækka kjarnavopnum Stjórnvöld í Bretlandi segjast reiðubúin til að fækka kjarnorkuvopnum sínum ef Norður-Kóreumenn og Íranar hætta við sínar kjarnorkuáætlanir. 10.7.2009 08:09
Breskt vikublað sagt staðið að hlerunum Breska vikublaðið News of the World, sem er í eigu ástralska fjölmiðlajöfursins Ruberts Murdochs, er sagt hafa stundað hleranir í stórum stíl. 10.7.2009 04:45
Gatt-viðræðum verði hraðað Leiðtogar átta auðugustu ríkja heims og fimm upprennandi efnahagsvelda samþykktu í gær að GATT-viðræðunum um aukið frelsi í heimsviðskiptum verði hraðað. Nú er stefnt að því að ljúka þeim á næsta ári, en upphaflega átti þeim að ljúka með samningi árið 2004. 10.7.2009 03:45
Hökkuðu sig inn í farsíma stórstjarna og stjórnmálamanna Breska blaðið The Guardian segir fjölmiðlafyrirtækið sem meðal annars gefur út æsifréttablöðin News of the World og The Sun í Bretlandi hafa hakkað sig inn í farsíma þúsundir manna, meðal þeirra séu stórstjörnur og stjórnmálamenn. 9.7.2009 12:37
Ekki sáttur með samþykktina um loftslagsmál Ekki var gengið nógu langt í loftlagssáttmála sem leiðtogar helstu iðnríkja heims samþykktu í gær. Þetta segir Ban Ki-moon, aðalritari Sameinuðu þjóðanna. Hann segir samninginn pólitískt og siðferðilega mikilvægan fyrir framtíð mannkynsins, jafnvel fyrir framtíð jarðarinnar. 9.7.2009 12:15
Iðnríkin ná samkomulagi í loftslagsmálum Fulltrúar átta stærstu iðnríkja heimsins, svokallaðra G-8 ríkja, náðu í gær samkomulagi um sameiginlegar lausnir í loftslagsmálum þegar samþykkt var að vinna að því að draga úr hlýnun jarðar þannig að hún yrði um 2 gráður á Celsius miðað við upphaf iðnbyltingarinnar og draga úr gróðurhúsaáhrifum um helming á næstu fjörtíu árum. 9.7.2009 08:45
Berst áfram gegn spillingu Susilo Bambang Yudhoyono, forseti Indónesíu, þykir nokkuð öruggur með endurkjör eftir fyrstu talningu atkvæða úr forsetakosningum, sem haldnar voru í gær. 9.7.2009 04:15
Hu mætti ekki á leiðtogafund Hu Jintao, forseti Kína, sneri heim frá Ítalíu í gær vegna átakanna í Xinjiang-héraði. Hann mætti því ekki á leiðtogafund G8-ríkjanna, þar sem þau átök hefði væntanlega borið á góma. 9.7.2009 03:15
Demókrati aðstoðar Karzai Bandarískur demókrati, fyrrverandi kosninga-ráðgjafi Bills Clinton, starfar nú með Hamid Karzai, forseta Afganistans, og reynir að tryggja honum sigur í forsetakosningunum, sem haldnar verða í næsta mánuði. 9.7.2009 03:00
Ganga ungrar konu stöðvuð Lögreglan á Gasa stöðvaði för ungrar konu og manns, sem gengu saman á ströndinni. Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur félögum hans og urðu þeir fyrir barsmíðum af hálfu lögreglunnar. Þetta fullyrðir bæði konan og einn mannanna. 9.7.2009 02:00
Gripið verður til aðgerða gegn hlýnun jarðar Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims samþykktu í dag að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir hlýnun jarðar. Aðgerðin mun hafa áhrif á losun gróðuhúsalofttegunda um allan heim. 8.7.2009 19:48
Harðvítug mótmæli halda áfram í Kína Harðvítug mótmæli halda áfram í Kína. Forseti landsins hefur snúið heim frá Ítalíu og mun ekki sitja leiðtogafund G8 ríkjanna vegna ástandsins. 8.7.2009 14:35
Farþegi lést eftir Íslandsferð Farþegi skemmtiferðaskipsins The Marco Polo lést á mánudag er skipið var á leið til hafnar í Englandi eftir ferð um Ísland. Talið er að maðurinn, sem var á áttræðisaldri, hafi fengið hjartaáfall. 8.7.2009 11:08
Danir skammast sín fyrir þjóðerni sitt Næstum sjötti hver Dani heldur því leyndu að hann sé frá Danmörku þegar að hann ferðast erlendis. Þetta sýnir viðhorfskönnun sem gerð var fyrir danska blaðið metroXpress. Þá segist tíundi hver Dani fá neikvæð viðbrögð þegar hann segir frá því erlendis að hann sé danskur. 8.7.2009 09:50
Ákærður fyrir að stela aðgangskóða Goldman Sachs Fyrrverandi starfsmaður Goldman Sachs-fjárfestingarbankans, sem ákærður er fyrir að stela aðgangskóða að viðskiptagagnagrunni bankans, hefur verið látinn laus gegn 750.000 dollara tryggingu en réttarhöldin hefjast 3. ágúst. 8.7.2009 08:25
Dýrustu bílastæði heims í London Lundúnabúar njóta þess vafasama heiðurs að greiða hæstu bílastæðagjöld í heimi. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar ástralska ráðgjafarfyrirtækisins Colliers International sem náði til allrar heimsbyggðarinnar. 8.7.2009 08:08
Tölvuglæpir aldrei fleiri en í júní Tölvuþrjótum vex nú fiskur um hrygg sem aldrei fyrr og settu þeir nýtt met í iðju sinni í júnímánuði. 8.7.2009 07:32
Glæpatvíburar í Varde loks sakhæfir Tvíburabræður á unglingsaldri í danska bænum Varde hafa haldið samfélaginu þar í heljargreipum árum saman með skemmdarverkum og annarri andfélagslegri hegðun. 8.7.2009 07:28
Kim slappur í sjónvarpsávarpi Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, var fölur og fár þegar hann ávarpaði þjóð sína í sjónvarpi í morgun í tilefni þess að 15 ár eru í dag liðin frá því að faðir hans, Kim Il-sung, sem hélt um valdataumana á undan honum, lést árið 1994. 8.7.2009 07:27
Dæmdur frá flöskunni Breti á fimmtugsaldri hefur hlotið dóm sem bannar honum að vera drukkinn á almannafæri á Englandi og í Wales næstu sjö árin, eða til ársins 2016. 8.7.2009 07:25
Óska eftir að ráða norn Ferðamannastaðurinn Wookey Hole Caves í Somerset á Englandi auglýsir nú eftir norn og býður jafnvirði rúmra 10 milljóna króna í árslaun fyrir stöðuna. 8.7.2009 07:24
Engin skýring á voðaverkunum Íbúum í smábænum Gaffney í Suður-Karólínu létti mjög þegar lögreglu tókst á mánudag að fella fjöldamorðingjann, sem hafði hrellt bæjarfélagið dögum saman með fimm morðum af handahófi. 8.7.2009 05:15
Leiðtogar hittast og ræða heimsmálin Leiðtogar G8-ríkjanna koma saman í jarðskjálftabænum L‘Aquila á Ítalíu í dag, þar sem þeir ætla að ræða heimsmálin og snæða saman næstu þrjá daga. 8.7.2009 04:00
Minningarstund um Michael í beinni Nú er rétt að hefjast minningarstund um Michael Jackson, einn dáðasta söngvara seinni tíma. Jackson var jarðsettur í Forest Lawn kirkjugarðinum í Los Angeles fyrr í dag og hófst opinber minningarathöfn að því loknu. Athöfnin er sýnd í beinni á Stöð 2 extra og hér á Vísi. 7.7.2009 17:04
Kröfu móður Jacksons hafnað Dómari í Los Angeles hafnaði í gær kröfu Katherine Jackson, móður poppsöngvarans, um að hún yrði gerð að fjárhaldsmanni í dánarbúi Jackson. Þess í stað skipaði dómarinn lögfræðinginn John Branca og tónlistarútgefandann John McClain fjárhaldsmenn dánarbúsins. Í erfðaskrá söngvarans frá árinu 2002 kemur fram sú ósk hans að Branca og McCain meðhöndli eignir hans falli hann frá. Við dómsúrskurðinn í gær kom fram að eignir dánarbúsins væru metnar á 500 milljón dollara. Það eru um 64 milljarðar króna. 7.7.2009 12:12
Mannréttindasamtök áhyggjufull vegna mótmælanna í í Xinjiang Kínversk stjórnvöld hafa sett á útgöngubann í höfuðborg Xinjiang héraðs í vesturhluta Kína, þar sem harðvítug átök hafa átt sér stað síðustu daga. Mannréttindasamtök lýsa yfir þungum áhyggjum af ástandinu. 7.7.2009 12:08
Hitlerstré veldur deilu í pólskum bæ Eikartré í bænum Jaslo í Suðaustur-Póllandi, sem á sínum tíma var gróðursett á afmælisdegi Adolfs Hitler árið 1942 honum til heiðurs, verður að öllum líkindum öxinni að bráð fái bæjarstjórinn að ráða. 7.7.2009 08:41
Leyndarskjalavörður les Vatíkaninu pistilinn Vatíkanið ætti að læra af þeim mistökum sem það gerði gagnvart Galíleó Galílei og hætta að óttast framfarir í vísindum, segir skjalavörður Vatíkansins. 7.7.2009 08:22
Raðmorðinginn í Suður-Karólínu skotinn til bana Allar líkur eru taldar á því að maður, sem lögregla í Suður-Karólínu skaut til bana í gær, sé raðmorðinginn sem leikið hefur þar lausum hala síðustu tíu daga. 7.7.2009 08:15
Enn mótmælt í Xinjiang Enn halda mótmæli og átök áfram í Xinjiang-héraðinu í vesturhluta Kína en þar hafa íslamskir úígúar átt í harðvítugum deilum við Han-Kínverja þar sem þeir fyrrnefndu telja sér mismunað í samfélaginu. 7.7.2009 07:57
Jackson lagður til hinstu hvílu Stevie Wonder, Lionel Richie og Mariah Carey verða meðal þeirra söngvara sem heiðra minningu poppgoðsins Michaels Jackson við minningarathöfn sem haldin verður um hann í dag í Staples Center í Los Angeles. 7.7.2009 07:33
Fangavörður hlaut áverka eftir árás fanga Fangavörður í Hillerød í Danmörku er á sjúkrahúsi með áverka í andliti eftir árás gæsluvarðhaldsfanga í fangelsinu þar í bænum í gærkvöldi. 7.7.2009 07:32
Öryggisráðið fordæmir tilraunir N-Kóreu Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í gær eldflaugaskot Norður-Kóreumanna á laugardag en þá skutu þeir allt í allt sjö skammdrægum eldflaugum út á Japanshaf. 7.7.2009 07:26
Stefnir í verkfall hjá British Airways Sumarfrí fjölmargra Breta gætu farið úr skorðum vegna yfirvofandi verkfalls starfsmanna flugfélagsins British Airways. Talin er hætta á að af því verði, eftir að starfsmennirnir greiddu nánast allir sem einn atkvæði gegn niðurskurðartillögum félagsins í gær. 7.7.2009 07:23
Viðvörun til Vesturlanda Ali Khameini, æðsti leiðtogi Írans, segir að afskipti leiðtoga Vesturlanda af stjórnmálum í Íran geti haft neikvæð áhrif á samskipti Írans við þessi lönd. 7.7.2009 05:15
Hátt á annað hundrað látnir Að minnsta kosti 156 manns biðu bana og yfir 800 særðust á sunnudag í harðvítugum átökum, sem brutust út í kjölfar mótmælasamkomu í Urumqi, höfuðborg Xinjiang-héraðs vestast í Kína. 7.7.2009 04:45