Erlent

Danir skammast sín fyrir þjóðerni sitt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Næstum sjötti hver Dani heldur því leyndu að hann sé frá Danmörku þegar að hann ferðast erlendis. Þetta sýnir viðhorfskönnun sem gerð var fyrir danska blaðið metroXpress. Þá segist tíundi hver Dani fá neikvæð viðbrögð þegar hann segir frá því erlendis að hann sé danskur.

Uffe Østergaard, prófessor í þjóðfræði, við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn segir að ástæðan fyrir þessari skömm sem Danir virðast hafa á þjóðerni sínu sé sú þröngsýna útlendingastefna og utanríkisstefna sem Danir reki. Danir skammist sín og sú skömm verði meiri þegar þeir ferðist til útlanda og eru spurðir út í dönsk stjórnmál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×