Erlent

Engin skýring á voðaverkunum

Patrick Tracy Burris
Patrick Tracy Burris

Íbúum í smábænum Gaffney í Suður-Karólínu létti mjög þegar lögreglu tókst á mánudag að fella fjöldamorðingjann, sem hafði hrellt bæjarfélagið dögum saman með fimm morðum af handahófi.

Eftir stendur þó ósvöruð spurning um orsakir þess að maðurinn framdi voðaverkin.

„Hann var óútreiknanlegur. Hann var ógnvekjandi. Hann var undarlegur,“ sagði Neil Dolan lögreglumaður.

Fullsannað þykir að Patrick Burris, 41 árs fyrrverandi fangi, hafi verið þarna að verki. Hann var látinn laus úr fangelsi í apríl eftir nærri átta ára dvöl þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×