Erlent

Ákærður fyrir að stela aðgangskóða Goldman Sachs

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Höfuðstöðvar Goldman Sachs.
Höfuðstöðvar Goldman Sachs.

Fyrrverandi starfsmaður Goldman Sachs-fjárfestingarbankans, sem ákærður er fyrir að stela aðgangskóða að viðskiptagagnagrunni bankans, hefur verið látinn laus gegn 750.000 dollara tryggingu en réttarhöldin hefjast 3. ágúst. Maðurinn var tölvuforritari við bankann þar til nýlega. Hann er talinn hafa tekið afrit af kóðanum einhvern tímann í júní og vistað það á tölvuþjóni í Þýskalandi.

 

Gagnagrunnurinn sem um ræðir er lífæð bankans en þeir sem aðgang hafa að honum geta haft gríðarleg áhrif, þar á meðal á stöðu markaða. Auk tryggingarinnar var forritaranum gert að láta vegabréf sitt af hendi og bannað að skoða nokkur þeirra gagna sem málið snýr að. Hann neitar sök og segist eingöngu hafa verið að ná í skrár sem hann hafi verið að vinna með. Ákært er fyrir stuld viðskiptaleyndarmála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×